Þar með lýkur landverði vikunnar þetta sumarið. Við höfum stoppað víða á þessari yfirferð yfir svæði og landverði þessara þriggja stofnanna sem hvað duglegastar eru að halda úti landvörslu hér á Íslandi. Landverðir vikunnar hafa verið mismunandi eins og þeir voru nú margir en vissulega er mikil tenging á milli þeirra og svo sannarlega svipaður… Continue reading Landvörður vikunnar, 10. ágúst – 16. ágúst
Author: admP2vG5v
Landvörður vikunnar, 3. – 9. ágúst
Vonandi áttu lanverðir góðan Alþjóðlegan dag landvarða, síðastliðinn föstudag. Eftir hann byrjaði ágúst mánuður og má því með sanni segja að tekið er að líða á seinni hluta þessa sumars. Bráðlega fara landverðir að detta af svæðunum sínum og halda í það sem þeir gera á veturna. En landvörður vikunnar heldur áfram og að þessu… Continue reading Landvörður vikunnar, 3. – 9. ágúst
Eru landverðir bara að tína rusl?
Landverðir vinna í þjóðgörðum og á öðrum náttúruverndarsvæðum. Starfið er margþætt og þótt oft á tíðum virðist bera mest á ruslatínslunni (hafa landverðir ekki farið varhlutan af að tína upp klósettbréf og annað ófögnuð) þá er það langt í frá það eina sem landverðir gera. Fjölbreytileikinn er það sem einkennir starf landvarða og er fræðsla… Continue reading Eru landverðir bara að tína rusl?
Landvörður vikunnar, 27. júlí – 2. ágúst
Margt leynist undir jökli. Landvörður vikunnar er Hringur Hilmarsson. Hann starfar í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli.
Landvörður vikunnar, 20. – 26. júlí
Skartandi sínum fögrustu freknum taka útiteknir landverðir vel á móti seinni hluta þessa sumars. Aldrei hafa verið hér jafn margir ferðamenn og sjaldan hefur landvörðurinn verið jafn mikilvægur og ómissandi fyrir náttúruna. Sum okkar vakna af værum svefni með snævi þaktar auðnir blasandi við úr dyrakarminum meðan aðrir blóta sólinni í hljóði og biðja um… Continue reading Landvörður vikunnar, 20. – 26. júlí
Landvörður vikunnar, 13. – 19. júlí
Frá einum Sigurði til annars. Frá Vatnajökulsþjóðgarði og yfir á Umhverfisstofnun. Landvörður vikunnar er Sigurður Jóhannson. Hann starfaði við Mývatn fram að 9. júlí en er nú kominn í Snæfellsjökulsþjóðgarð.
Landvörður vikunnar, 6. – 12. júlí
Að lokinni einnar mestu ferðahelgi ársins hljóta margir landverðir að vera úrvinda. Þeir sem fengu að vera í fríi jafnvel úrvinda eftir ferðir og göngur, meðan þeir sem stóðu vaktina úrvinda eftir að taka á móti þeim órafjölda gesta og gangandi sem sóttu svæði þeirra heim. Eins og áður byrjum við líka nýja viku á… Continue reading Landvörður vikunnar, 6. – 12. júlí
Landvörður vikunnar, 29. júní – 5. júlí
Þá er komið að mánaðarmótum. Hápunktur sumars nálgast og krökt er af ferðafólki víðs vegar um landið. Landverðir vita varla hvaðan á þeim stendur veðrið en taka þessu vonandi með yfirvegaðri ró. En að landverði vikunnar; að þessu sinni snúum við okkur aftur að Vatnajökulsþjóðgarði. Þessa vikuna er Sylvía Dröfn Jónsdóttir landvörður vikunnar og… Continue reading Landvörður vikunnar, 29. júní – 5. júlí
Landvörður vikunnar, 22. – 29. júní
Til að finna næsta landvörð höldum við til fyrsta þjóðgarðs Íslands. Þar sem Grímur Geitskör vildi geyma svo hið dýra þing fyrir rúmlega 1000 árum og í dag ganga hátt í 2000 ferðamenn dag hvern niður Almannagjánna. Þessa vikuna er Eva Dögg Einarsdóttir landvörður vikunnar. Eva starfar sem landvörður í Þjóðgarðinum á Þingvöllum og er… Continue reading Landvörður vikunnar, 22. – 29. júní
Draumur orðin að veruleika
Hugmynd að skiptiheimsókn millli landvarða í Rúmeníu og á Íslandi fæddist í Rúmeníuferð Þórunnar Sigþórsdóttur sumarið 2013 þar sem hún var á ferðalagi með Mihai Gligan formanni Landvarðafélagsins í Rúmeníu. Honum kynntust Íslendingar sem fóru á Evrópuráðstefnu landvarða í Rúmeníu árið 2007. Úr varð umsókn um styrk frá NGO fund sem var samþykktur og er… Continue reading Draumur orðin að veruleika
Landvörður vikunnar, 15. – 21. júní
Nú ættu flestir landverðir að vera komnir til vinnu og mörg svæðin öll að lifna við af gestum og gróðri. Sum hafa þó ekki ennþá fengið vott af sumri til sín og eru jafnvel ennþá klædd hvítri kápu. Þessa vikuna lítum við á eitt slíkt svæði til landvarðar sem starfar á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Þessa… Continue reading Landvörður vikunnar, 15. – 21. júní
Landvörður vikunnar, 8. – 14. júní
Nú er önnur vika júní mánaðar hafin og tími til að útnefna nýjan landvörð vikunnar. Frá Skaftafelli horfum við þvert yfir landið og alla leið á Vestfirði. Að þessu sinni er það landvörður úr röðum Umhverfisstofnunnar sem tekur á móti okkur. Landvörður vikunnar, 8. til 14. júní, er Dagný Bryndís Sigurjónsdóttir. Hún starfar… Continue reading Landvörður vikunnar, 8. – 14. júní
Landvörður vikunnar, 1. – 7. júní
Nú er sumarið að hefjast og landverðir farnir að skjóta upp kollinum í þjóðgörðum og á friðlýstum svæðum. Til þess að tengja betur saman landverði á mismunandi svæðum höfum við í stjórninni ákveðið að birta stutta umfjöllun í formi spurninga og svara um einn landvörð í hverri viku í sumar. Við stefnum á að þessi… Continue reading Landvörður vikunnar, 1. – 7. júní
Kynning á nefndum
Þá er kominn tími á að kynna fólkið á bakvið nefndirnar hjá Landvarðafélaginu. Það eru starfandi þrjár nefndir hjá félaginu eða Laga- og kjaranefnd, Fræðslu- og skemmtinefnd og Alþjóðanefnd. Að meðaltali eru þrír í hverri nefnd. Á síðasta ári var einnig sett á laggirnar tímabundin Afmælisnefnd í tilefni 40 ára afmæli Landvarðafélagsins á næsta ári.
Kynning á stjórn
Aðalfundur Landvarðafélags Íslands fór fram 26. mars sl.. Á aðalfundinum voru þrír nýjir aðilar kosnir í stjórn, hér á eftir kemur smá kynning á þeim sem sitja í stjórn 2015-2016. Linda Björk Hallgrímsdóttir, formaður Fór á landvarðanámskeið hjá Náttúruvernd ríkisins 2001 og búin að vera í Landvarðafélaginu síðan þá. Hef starfað sem landvörður í… Continue reading Kynning á stjórn