Landvörður vikunnar, 22. – 29. júní

Til að finna næsta landvörð höldum við til fyrsta þjóðgarðs Íslands. Þar sem Grímur Geitskör vildi geyma svo hið dýra þing fyrir rúmlega 1000 árum og í dag ganga hátt í 2000 ferðamenn dag hvern niður Almannagjánna.

Þessa vikuna er Eva Dögg Einarsdóttir landvörður vikunnar. Eva starfar sem landvörður í Þjóðgarðinum á Þingvöllum og er trúnaðarmaður þar.

Hvað hefuru unnið lengi sem landvörður?

Ég er hóf fyrst störf sem landvörður vorið 2013 svo þetta er þriðja sumarið mitt.

 

Í stuttu máli, hvað gerir þú í þínu starfi?

Ég sinni upplýsinga gjöf, fræðslu, veiði- og tjaldstæðagæslu, ruslatýnslu og mörgu fleiru. Auk þess sinni ég starfi trúnaðarmanns.


Hvað finnst þér skemmtilegast við starfið?

Fjölbreytileikinn. Það er frábært að geta hoppað á milli ólíkra verkefna og fá að læra nýja hluti. Þannig kynnist maður líka öllum hliðunum á Þjóðgarðinum.

 

en leiðinlegast?

Það er rosalega fátt sem mér finst leiðinlegt hérna, en ætli ég verði ekki að nefna að reyna að útskýra reglur fyrir fólki sem vill ekki skilja þær. Það getur verið rosalega ergjandi.

 

Hvert er uppáhalds blómið þitt?

Dýragras.

 

Hver finnst þér að ætti að vera þjóðarfuglinn?

Kría.

 

Hver er frægasta manneskjan sem þú hefur hitt í þínu starfi sem landvörður?

Ég hef svosem ekki talað við mikið af frægu fólki, en ég hef séð fólk eins og Ban Ki-Moon, aðalritara sameinuðu þjóðanna, og Sophie Turner og Aidan Gillen, leikara úr Game of Thrones þáttunum.

 

Ef þú gætir unnið sem landvörður hvar sem er í heiminum, hvar myndir þú vilja vinna?

Ég fór til Plitvice vatna-þjóðgarðin í Króatíu síðastliðið vor og heillaðist algjörlega, ég væri alveg til í að prófa að vinna þar. Eins væri ég alveg til í að prófa að vinna í Eldfjalla þjóðgarðinum á Havaí.

 

Hver er þín sutta skilgreining á hvað það er að vera landvörður?

Fræðsla, eftirlit og ruslatínsla.