Draumur orðin að veruleika

Rangerseminar 2007

Hugmynd að skiptiheimsókn millli landvarða í Rúmeníu og á Íslandi fæddist í Rúmeníuferð Þórunnar Sigþórsdóttur sumarið 2013 þar sem hún var á ferðalagi með Mihai Gligan formanni Landvarðafélagsins í Rúmeníu. Honum kynntust Íslendingar sem fóru á Evrópuráðstefnu landvarða í Rúmeníu árið 2007. Úr varð umsókn um styrk frá NGO fund  sem var samþykktur og er skiptiheimsóknin því að verða að veruleika. Sex Rúmenar koma til Íslands þann 21. júní og dvelja hér á landi til 28. júní. Þeir eru:

Rangerseminar 2007

           Hópmynd frá Evrópuráðstefnu landvarða í Rúmeníu 2007

Mihai Gligan –  Fararstjóri hópsins – Hefur með starfað mikið sem sjálfboðaliði með landvörðum í hellunum í Apuseni NP og unnið mikið og öflugt starf fyrir rúmenska landvarðafélagið.
Florin Halastauan (Hombre) –  Hann er tengill Evrópu í IRF (International Ranger Federation), starfaði sem landvörður í Retezat NP í Rúmeníu en unnið síðasliðin ár sem landvörður í Noregi hluta úr ári.
Andrei Posmosanu – Sjálfboðaliði í  hellalandvörslu Apuseni NP, og ljósmyndari
Alin Ivascu (Zmeu) – Landvörður í Retezat NP
Dan Grigoroaea –  Landvörður í Calimani NP
Bogdan Sulica – Landvörður í  Piatra Craiului  NP

Alþjóðanefndin er búin að hanna glæsilegt plan þar sem Rúmenarnir fá tækifæri að heimsækja alla  þjóðgarðana (eða hluta af þeim) og nokkur friðlýst svæði. Það verður tekið á móti þeim á öllum stöðunum af landvörðum/þjóðgarðsvörðum. Fyrst verður Vesturlandið heimsótt þar sem svæðalandvörður Vesturlands tekur á móti þeim. Daginn eftir verður Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull heimsóttur. Miðvikudagur 24. júní verður langur dagur en þar verða hinir „gullnu“ landverðir sem taka á móti Rúmenunum. Byrjað verður að heimsækja þjóðgarðin á Þingvöllum og síðan  keyrt sem leið liggur yfir á Geysi og Gullfoss. Nauðsynlegt er að sýna þeim Gullna hringinn til að sjá hvernig fjöldaferðamennskan er á landinu enda er hluti af ferðinni að sjá hvað er verið að gera, hvernig tekist er á við vandamál, lausnir og framtíðarplön. Daginn eftir verður svo farið í Skaftafell og aðeins kíkt á Jökulsárlón. Sjötti dagurinn þeirra er síðan smá óvissuferð þar sem skipulagið mun fara eftir veðri og vindum. Síðasta deginum verður síðan varið í Reykjavík og á Reykjanesi.

Fyrihuguð ferð Íslendinganna til Rúmeníu er um miðjan september og munu Rúmenarnir skipuleggja  þá ferð. Auglýst var eftir þátttakendum og sóttu sex um sem höfðu tilskilin réttindi. Þau sem fara eru.

 

ÍslendingarRúmenar           Íslendingar og Rúmenar í Króatíu 2014

Þórunn Sigþórsdóttir – Fararstjóri hópsins –  Hún hefur verið landvörður í mörg ár í þjóðgarðinum Snæfellsjökli og víðar. Var einnig formaður Landvarðafélagsins og er núna í alþjóðanefnd og afmælisnefnd.
Eva Dögg Einarsdóttir –  Landvörður í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Er ritari Landvarðafélagsins og er einnig í fræðslu- og skemmtinefnd
Hákon Ásgeirsson – Heilsárslandvörður (sérfræðingur) á sunnanverðum Vestfjörðum, hann er einnig í afmælisnefnd Landvarðafélagsins.
Hrafnhildur Ævarsdóttir – Landvörður í Skaftafelli. Hún hefur einnig verið trúnaðarmaður landvarða fyrir Landvarðafélagið á vestur- og suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.
Linda Björk Hallgrímsdóttir – Landvörður á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Hefur einnig unnið í landvörslu í Mývatnssveit og í þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Er formaður Landvarðafélagsins.
Sævar Þór Halldórsson – Er að leysa af sem aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarður. Hefur einnig unnið sem landvörður í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Var í stjórn Landvarðafélagsins 2013-2015 og er nú í fræðslu- og skemmtinefnd.