Kynning á stjórn

lbh

Aðalfundur Landvarðafélags Íslands fór fram 26. mars sl.. Á aðalfundinum voru þrír nýjir aðilar kosnir í stjórn, hér á eftir kemur smá kynning á þeim sem sitja í stjórn 2015-2016.

 

Linda Björk Hallgrímsdóttir, formaður

Fór á landvlbharðanámskeið hjá Náttúruvernd ríkisins 2001 og búin að vera í Landvarðafélaginu síðan þá. Hef starfað sem landvörður í þjóðgarðinum Snæfellsjökli, verndarsvæði Mývatns og Laxá og verið á gestastofu austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, Snæfellsstofu. Fór í stjórn Landvarðafélagsins 2010 og varð formaður 2013.

 

 

 

Kári Úlfsson, gjaldkeri

Ég hef lengi haft áhuga á útivist og náttúruvernd. Ég kynntist landvörslu í gegnum bróður minn og KáriÚlfssonákvað í kjöfarið að láta á það reyna að fá starf við slíkt. Ég fékk vinnu sem landvörður á Þingvöllum sumarið 2013 og hef starfað þar öll sumur síðan.

Árið 2014 skráði ég mig í Landvarðafélag Íslands og árið eftir tók ég landvarðanámskeiðið. Þetta sama ár bauð ég mig fram í stjórn Landvarðafélagsins og starfa þar sem gjaldkeri.

 

 

Eva Dögg Einarsdóttir, ritari

evadoggÉg fór á landvarðanámskeið hjá Umhverfisstofnun árið 2013 og skráði mig þá strax í Landvarðafélagið. Það sama vor samþykkti ég að vera varamaður í stjórn Landvarðafélagsins og var síðan tekin inn í stjórn þá um haustið. Ég er búin að starfa 2 sumur hjá Þjóðgarðinum á Þingvöllum sem landvörður auk þess sem ég hef starfað í Gestastofunni á Haki í vetur.

 

 

 

Linda Guðmundsdóttir, meðstjórnandi

Ég lauk landvarðanámskeiði á vegum Umhverfisstofnunar árið 2010 og vann í kjölfarið í þrjú sumur Linda Guðmundsdóttirsem landvörður á sunnanverðum Vestfjörðum. Árin 2011, 2012 og 2014 vann ég einnig tímabundið á skrifstofu UST og sem aðstoðarmanneskja verkefnastjóra sjálfboðaliðastarfs stofnunarinnar. Ég hef starfað sem sérfræðingur á Sviði náttúru hjá UST frá áramótum og sé um landvörslu á Geysi, Gullfossi og Hveravöllum.

Ég er mannfræðingur og var varaformaður Samfélagsins, félags meistaranema í mann- og félagsvísindum árið 2009-2010.

 

 

 

Þórey Anna Matthíasdóttir, meðstjórnandi

ÞóreyTók landvarðaréttindin frá Umhverfisstofnun 2011. Starfaði við utanumhald vegna ferðaþjónustu í Skálholti 2013 – 2014. Yfirumsjónarmaður

með gestastofu og upplýsingamiðstöð. Ásamt yfirumsjón með kirkjuvörslu og umhirðu landsvæðis Skálholts og leiðsögn.

 

 

 

Varamenn

Rakel Jónsdóttir, varamaður

Hef smynd Rakeltarfað í ferðaþjónustu í um 25 ár. Tók leiðsöguskólann 1998 og Landvarðanámskeið Umhverfisstofnunar 2011. Hef mikinn áhuga á landvernd og vil leggja mitt af mörkum við verndun okkar fallega lands.

 

 

Ásta Rut Hjartardóttir, varamaður

ÁstaRutÁrið 1997 tók ég góða ákvörðun, ég fór á landvarðanámskeið. Í tíu sumur vann ég við landvörslu, aðallega í Jökulsárgljúfrum. Ég sat einnig í stjórn Landvarðafélags Íslands árin 2005-2013 en er nú varamaður í stjórninni. Ég er jarðfræðingur og vinn hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, en áhuginn á því námi kviknaði af fullri alvöru við störf mín sem landvörður.