Haustferð 2023

Kæru félagar! Haustferð Landvarðafélagsins þetta árið er í Mývatnsveit 29. september-1. október þar sem við munum gista í gestastofunni Gíg tvær nætur. Til að halda kostnaði í lágmarki munum við sameinast í bíla til að komast norður. Stefnt er á að komið verði í Mývatnssveit á föstudagskvöldinu og gert er ráð fyrir brottför úr Reykjavík… Continue reading Haustferð 2023

Skýrsla um framtíðarsýn landvörslu

Í mars hélt Landvarðafélagið málþing um framtíðarsýn landvörslu. Málþingið skiptist í erindi frá ólíkum fyrirlesurum, umræðuborð þar sem ákveðin málefni voru krufin og loks samantekt þar sem niðurstöður af borðunum voru kynntar. Niðurstöður málþingsins hafa nú verið teknar saman í skýrslu sem mun nýtast stjórn félagsins við að berjast fyrir hagsmunum landvarða. Skýrslunni er skipt… Continue reading Skýrsla um framtíðarsýn landvörslu

Ný stjórn 2023-24

Þann 28. mars fór aðalfundur félagsins fram á Kex hostel og í streymi. Þar fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf og var þar kosin ný stjórn. Hana skipa: Einnig var kosið í nefndir og skoðunarmenn reikninga Við þökkum þeim sem láta af störfum kærlega fyrir vel unnin störf og hlökkum til að vinna áfram að hagsmunum landvarða… Continue reading Ný stjórn 2023-24

Aðalfundur 2023

22. febrúar 2023 Fundarboð vegna aðalfundar Kæru félagar. Boðað er til aðalfundar Landvarðafélags Íslands þriðjudaginn 28. mars 2023 kl 18:00 á Kex hostel og í netheimum.  Dagskrá Venjuleg aðalfundarstörf samkv. lögum félagsins 1. Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra 2. Skýrsla stjórnar og umræður um hana 3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og umræður um þá 4.… Continue reading Aðalfundur 2023

Árshátíð Landvarðafélagsins 2023

Elsku landverðir! Við ætlum ekki aðeins að halda málþing þann 4. mars heldur einnig langþráða árshátíð Landvarðafélagsins. Árshátíðin verður haldin í sal Flugvirkja í Borgartúni 22. Stuðið byrjar kl. 19 með fordrykk. Innifalið: fordrykkur, góður matur, happdrætti, skemmtiatriði, dansiball og stanslaust stuð! Miðaverð fyrir meðlimi Landvarðafélags Íslands er 5.500 kr.Miðaverð fyrir önnur er 7.500 kr.… Continue reading Árshátíð Landvarðafélagsins 2023

Málþing um framtíðarsýn landvörslu

Þann 4. mars mun Landvarðafélag Íslands standa fyrir málþingi um framtíðarsýn landvörslu í Auðarsal, Veröld – Húsi Vigdísar, frá kl. 13-16. Málþingið mun byggjast á erindum og umræðuhópum. Umræður verða teknar saman og kynntar í lok málþingsins. Nánari dagskrá má sjá að neðan og boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar í hléi. Streymi… Continue reading Málþing um framtíðarsýn landvörslu

Undirritaður stofnanasamningur

Kæru félagar, Þann 3. nóvember var stofnanasamningur milli Starfsgreinasambands Íslands og Umhverfisstofnunar, Vatnajökulsþjóðgarðs og Þjóðgarðsins á Þingvöllum loks undirritaður. Eins og þið vitið hafa samningaviðræður tekið rúmt eitt og hálft ár og það eru því gleðitíðindi að hafa klárað þennan samning.  Stofnanasamninginn er hægt að finna undir kjaramál hér á heimasíðunni eða með að smella… Continue reading Undirritaður stofnanasamningur

Haustferð – Eldgjá

Sælir kæru landverðir! Skemmtinefnd veit það hvað best að með hverju gulnuðu og föllnu laufblaði eykst fiðringurinn fyrir besta viðburði þessa árstíma, haustferð Landvarðafélagsins!Í þetta skiptið erum við með heldur betur með kitlandi dagskrá en planið er að gista í Hólaskjóli og kíkja svo í heimsókn í bæði Eldgjá og Langasjó (eftir veður og færð),… Continue reading Haustferð – Eldgjá

Landverðir og náttúruvernd – Viðburður

Félagar í Landvarðafélagi Íslands veita innsýn í heim landvarða í erindi á Ljósmyndasafni Reykjavíkur fimmtudaginn 8. september kl. 16:00-17:00. Þær Nína Aradóttir, formaður Landvarðafélags Íslands og doktorsnemi í jöklajarðfræði, og Júlía Björnsdóttir, landvörður í Öskju og framhaldskólakennari, munu fjalla um mikilvægi náttúrutúlkunar þegar kemur að náttúruvernd og segja skemmtilegar sögur frá landvarðasumrinu í einstakri náttúru… Continue reading Landverðir og náttúruvernd – Viðburður

Landvarðafélagið styrkir landverði í Úkraínu

Stjórn Landvarðafélags Íslands barst ákall frá Evrópusambandi Landvarða um stuðning við landverði í Úkraínu vegna stríðsátaka sem þar geysa eftir innrás Rússa. Stjórn bar tillöguna fyrir á aðalfundi og samþykkt var að styrkja landverði í Úkraínu um 1000 evrur. Til þess að styrkurinn nýtist landvörðum sem best ráðleggur Evrópusamband Landvarða, í samstarfi við Umhverfisráðuneytið í… Continue reading Landvarðafélagið styrkir landverði í Úkraínu

Aðalfundur 2022

Kæru landverðir, Þann 17. Mars fór aðalfundur félagsins fram á Kex hostel og á netinu. Ný stjórn er skipuð eftirfarandi aðilum og hefur hún nú fundað og skipt með sér verkum eins og hér segir: Nína Aradóttir – formaður og tengiliður við alþjóðanefndBenedikt Traustason – varaformaður og tengiliður við kjara- og launanefndRakel Anna Boulter– ritari… Continue reading Aðalfundur 2022

Ályktun um orkumál

Fréttatilkynning Vantar okkur í alvöru 32 Hvalárvirkjanir?  Landverðir skora á núverandi ríkisstjórn að fara varlega í orkunýtingu í náttúru Íslands og leggja aukna áherslu á náttúruvernd. Aðalfundur Landvarðafélags Íslands var haldinn 17. mars. Þar var eftirfarandi ályktun um orkumál samþykkt samhljóða. Undanfarið hefur skapast mikil umræða um orkuþörf framtíðar en umræðan hefur einkennst af ósætti… Continue reading Ályktun um orkumál