Aðalfundur 2023

22. febrúar 2023

Fundarboð vegna aðalfundar

Kæru félagar.

Boðað er til aðalfundar Landvarðafélags Íslands þriðjudaginn 28. mars 2023 kl 18:00 á Kex hostel og í netheimum. 

Dagskrá

Venjuleg aðalfundarstörf samkv. lögum félagsins

1. Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra

2. Skýrsla stjórnar og umræður um hana

3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og umræður um þá

4. Lagabreytingar

5. Ákvörðun félagsgjalda

6. Kosning stjórnar

7. Kosning í nefndir og kosning endurskoðenda

8. Önnur mál

Lagabreytingar þurfa að berast stjórn í tölvupósti í síðasta lagi 14. mars. Núverandi lög má sjá í viðhengi.

Á Kex hostel verða pizzur í boði fyrir fundargesti eftir fundinn. Nauðsynlegt er að skrá sig á aðalfundinn til að áætla magn veitinga og til að fá tengil á fjarfundinn. 

Í stjórn sitja Nína Aradóttir, Benedikt Traustason, Hrafnhildur Vala Friðriksdóttir, Rakel Anna Boulter og Bjartey Unnur Stefánsdóttir. Þórhallur Jóhannsson og Guðrún Úlfarsdóttir eru varamenn í stjórn. Almennir stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn sem og formaður. Kjörtímabil formanns (Nínu) og tveggja meðstjórnenda (Hrafnhildar Völu og Rakelar Önnu) er nú á enda og kosið er um embætti þeirra. Einnig verður kosið í nefndir (kjara- og laganefnd, skemmti- og fræðslunefnd og alþjóðanefnd) og skoðunarmenn reikninga. Það er margt spennandi á döfinni svo við hvetjum áhugasama félagsmenn að gefa kost á sér. Hægt er að lýsa yfir áhuga á framboði í skráningarformi, hafa samband við okkur í gegnum tölvupóst eða bjóða sig fram á fundinum. Endilega hafið samband ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi stjórnar- og nefndarstörf.

Kær kveðja,

Stjórnin