Málþing um framtíðarsýn landvörslu

Þann 4. mars mun Landvarðafélag Íslands standa fyrir málþingi um framtíðarsýn landvörslu í Auðarsal, Veröld – Húsi Vigdísar, frá kl. 13-16. Málþingið mun byggjast á erindum og umræðuhópum. Umræður verða teknar saman og kynntar í lok málþingsins. Nánari dagskrá má sjá að neðan og boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar í hléi. Streymi verður frá erindunum fyrir þau sem eiga ekki heimangengt (https://vimeo.com/event/2998629). Fundarstjóri er Katrín Oddsdóttir.

Markmiðið með málþinginu er að varpa ljósi á stöðu landvörslu í síbreytilegu umhverfi og að fá landverði og aðra sem tengjast málefnum landvörslu til að ræða um helstu áskoranir og tækifæri er varða framtíðarsýn hennar. Auk þess er málþingið mikilvægur liður í stefnu félagsins, sem er m.a. að: stuðla að vaxandi fagmennsku í greininni, halda málþing og námskeið um málefni er varða landvörslu, skapa vettvang sem sameinar landverði og kynna mikilvægi landvarða á sviði náttúruverndar og starf þeirra út á við.

Við hvetjum öll sem hafa áhuga á framtíðarsýn landvörslu til að mæta – Takið daginn frá!

Til að áætla fjölda, bæði í umræðuhópa og veitingar, óskum við eftir að þið skráið ykkur hér.

Endilega meldið ykkur líka á facebook viðburðinn.

Kær kveðja,

Stjórn Landvarðafélags Íslands