Landvarðafélagið styrkir landverði í Úkraínu

Stjórn Landvarðafélags Íslands barst ákall frá Evrópusambandi Landvarða um stuðning við landverði í Úkraínu vegna stríðsátaka sem þar geysa eftir innrás Rússa. Stjórn bar tillöguna fyrir á aðalfundi og samþykkt var að styrkja landverði í Úkraínu um 1000 evrur.

Til þess að styrkurinn nýtist landvörðum sem best ráðleggur Evrópusamband Landvarða, í samstarfi við Umhverfisráðuneytið í Úkraínu, að styrkja í gegnum the Frankfurt Zoological Society (FZS). Styrkurinn verður m.a. nýttur til þess að kaupa skotheld vesti, hjálma, fyrstu hjálpar búnað og talstöðvar sem og aðrar nauðsynjavörur til að halda svæðunum gangandi og byggja þau upp aftur eftir að stríðinu líkur. Styrkurinn nýtist því bæði núna og til lengri tíma. Frekari upplýsingar um samtökin og stuðninginn má finna hér.

Úr Karpatafjöllum
Úr Karpatafjöllum

Um þriðjungur Úkraínu hefur verið friðlýst, þar af eru 11 þjóðgarðar. Meðal friðlýstra svæða eru Karpatafjöll, næst lengsti fjallgarður Evrópu, þekkt fyrir fegurð og náttúruleg vistkerfi. Lífríkið þar er mjög fjölbreytt, en þar má finna um það bil þriðjung af öllum plöntutegundum í Evrópu. Skógurinn þar er meðal síðustu ósnortnu skóga sem finnast í Evrópu en ein af helstu ógnum svæðisins er skógareyðing. The Frankfurt Zoological Society (FZS) hefur stutt við verndum svæðisins frá 2014, m.a. með aukinni náttúruvöktun og fræðslu um mikilvægi svæðisins til almennings.