Frá kjaranefnd Landvarðafélags Íslands: Í maímánuði 2010 var undirritaður nýr stofnanasamningur milli Starfsgreinasambands Íslands annars vegar (sem samdi fyrir hönd landvarða) og Umhverfisstofnunar og Vatnajökulsþjóðgarðs hins vegar. Tildrög að nýjum samning var að enginn samningur hafði verið gerður við Vatnajökulsþjóðgarð og að aldrei hafði verið lokið við gerð fyrri samnings við Umhverfisstofnun hvað varðar ákvæði… Continue reading Nýr stofnanasamningur landvarða við Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarð
Author: admP2vG5v
Nýr landvarðarbústaður í Blágiljum
Af vef sunnlenska: Nýr landvarðarbústaður var opnaður formlega í Blágiljum í Skaftárhreppi í síðustu viku. Þetta er fyrsta húsið af þessu tagi í Vatnajökulsþjóðgarði en það er hannað af arkitektastofunni Arkís. Markmiðið var að hanna sjálfbært hús með tilliti til orkunotkunar, frárennslis og viðhalds sem nýst getur Vatnajökulsþjóðgarði á fleiri stöðum innan garðsins. Það er… Continue reading Nýr landvarðarbústaður í Blágiljum
Námskeið í náttúrutúlkun í Finnlandi 1.- 3. sept. 2010
Nú fer að líða að þriðju sameiginlegu námstefnu Norður- og Balkanlandanna sem verður haldin dagana 1.-3. september 2010 í Finnlandi, nánar tiltekið í Häme lake uplands: í Häme Visitor Centre and in Liesjärviand Torronsuo National Parks. Fyrsta námstefnan var í Danmörku 2008 og fóru þá tveir fulltrúar frá Landvarðafélaginu. Síðasta ár var hún haldin í… Continue reading Námskeið í náttúrutúlkun í Finnlandi 1.- 3. sept. 2010
Fuglavernd býður í fuglaskoðun í fuglafriðlandinu í Flóa
Af vef Fuglaverndar: Sunnudaginn 20. júní mun Fuglavernd bjóða upp á fuglaskoðun í fuglafriðlandinu í Flóa. Þeir sem vilja sameinast í bíla geta safnast saman við skrifstofu Fuglaverndar í Skúlatúni 6 rétt fyrir klukkan 9 en fuglskoðunin hefst klukkan 10 og lagt verður af stað frá fuglaskoðunarskýlinu sem er við bílastæðið í fuglafriðlandinu í Flóa.… Continue reading Fuglavernd býður í fuglaskoðun í fuglafriðlandinu í Flóa
Auglýst eftir athugasemdum við stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs
Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs er komin í auglýsingu og er gefinn frestur til athugasemda til 24. júní. Tillöguna má lesa hér.
Stofnanasamningur
StofnanasamningurStarfsgreinasambands Íslands (SGS) annars vegar og Umhverfisstofnunar og Vatnajökulsþjóðgarðs hins vegar1. GildissviðSamkomulag þetta nær til félagsmanna í SGS og ráðnir eru til starfa hjá Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarði í þjóðgörðum og á friðlýstum svæðum. 2. MarkmiðAðilar eru sammála um eftirfarandi markmið með stofnanasamningnum:– Að launaröðun verði gegnsæ.– Að konur og karlar í sambærilegum störfum njóti sömu… Continue reading Stofnanasamningur
Votlendissvæði skráð á lista Ramsarsamningsins
Af vef umhverfisráðuneytis: Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra tilnefndi Guðlaugstungur og Snæfells- og Eyjabakkasvæðið á lista Ramsarsamningsins yfir alþjóðlega mikilvæg votlendissvæði á ráðstefnu um votlendissvæði á Hvanneyri í dag. Umhverfisráðherra og landeigendur undirrituðu einnig viljayfirlýsingu um að friðlýsa votlendissvæði við Hvanneyri og að tilnefna svæðið á lista Ramsarsamningsins. Markmið Ramsarsamningsins er að stuðla að verndun og skynsamlegri… Continue reading Votlendissvæði skráð á lista Ramsarsamningsins
Eldfjallaferð á Snæfellsnes 8. maí 2010
Eyjafjallajökull hefur undanfarna tvo mánuði sýnt okkur hvers eldfjöll eru megnug. Þess vegna fannst stjórn Landvarðafélagsins það vera alveg upplagt að félagið færi í fræðsluferð um eldfjöll, enda starfa margir landverðir á eldvirkum svæðum. Snæfellsnes varð fyrir valinu, og sá Haraldur Sigurðsson, einn af okkar virtustu eldfjallafræðingum, um leiðsögn í ferðinni. Ferðin var löng, og… Continue reading Eldfjallaferð á Snæfellsnes 8. maí 2010
Aðalfundur Landverndar 26. maí að Nauthóli
Af vef Landverndar: Aðalfundur Landverndar verður haldinn að Nauthóli við Nauthólsvík miðvikudaginn 26. maí. Húsið opnar kl. 14.30 og hefst fundur á almennum aðalfundarstörfum kl. 15.00.Stjórn og starfsmenn Landverndar vinna um þessar mundir að stefnumótun fyrir samtökin sem miðar að því að skerpa áherslur og efla náttúruvernd á Íslandi. Við viljum gjarnan fá félaga og… Continue reading Aðalfundur Landverndar 26. maí að Nauthóli
Sumarstörf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur
Félags- og tryggingamálaráðuneyti og Vinnumálastofnun hafa aulgýst 856 sumarstörf fyrir námsmenn og fólk af atvinnuleysisskrá við tímabundin átaksverkefni á vegum ráðuneyta og undirstofnana þeirra. Þarna er m.a. að finna störf í þjóðgörðum og á friðlýstum svæðum. Störfin eru kynnt sem liður í vinnumarkaðsaðgerðum á vegum Vinnumálastofnunar skv. lögum um atvinnuleysistryggingar nr. 54/2006 og vinnumarkaðsaðgerðir nr.… Continue reading Sumarstörf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur
Ráðstefna um vernd og endurheimt votlendis
Af vef umhverfisráðuneytis: Að frumkvæði umhverfisráðuneytisins verður efnt til ráðstefnu í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands um votlendi og endurheimt þess. Titill ráðstefnunnar er Endurheimt votlendis – hvað þarf til? Ráðstefnan er haldin í tilefni alþjóðlegs árs líffræðilegrar fjölbreytni og í ljósi vaxandi umræðu um mikilvægi votlendis í loftslagsbreytingum. Meðal fyrirlesara er Hans Joosten, prófessor við… Continue reading Ráðstefna um vernd og endurheimt votlendis
Sjóðheit eldfjallaferð á Snæfellsnes!
Kæru landverðirLaugardaginn 8. maí ætlum við að fara í eldfjallaferð á Snæfellsnes. Leiðsögumaður okkar verður Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, sem hefur varið starfævi sinni í að rannsaka eldfjöll um víða veröld, en hefur nú snúið á klakann á ný og stofnað Eldfjallasafnið á Snæfellsnesi. Þar sem ferðin verður löng, þá ætlum við að leggja af stað… Continue reading Sjóðheit eldfjallaferð á Snæfellsnes!
Fuglaskoðun og vormarkaður við Elliðavatn
Frá Fuglavernd: Fuglavernd mun taka þátt í vormarkaði skógræktarfélags Reykjavíkur um næstu helgi, laugardaginn 8.maí og sunnudaginn 9.maí. Þar verður m.a. með garðfuglabæklinginn til sölu. Hér má sjá kort af svæðinu en markaðurinn er opinn frá 10:00-17:00 og á heimasíðu Fuglaverndar má sjá frekari upplýsingar um aðra sem verða þarna með varninginn sinn. Laugardaginn 8.… Continue reading Fuglaskoðun og vormarkaður við Elliðavatn
Umhverfisstofnun auglýsir starf á deild náttúruverndar
Af vef umhverfisstofnunar: Laust starf á deild náttúruverndar Hjá Umhverfisstofnun er laust til umsóknar starf sérfræðings á deild náttúruverndar. Í boði er starf hjá stofnun þar sem lögð er áhersla á sterka liðsheild, metnað og fagmennsku í starfi. Helstu verkefni sérfræðingsins verða vinna við fræðslu á friðlýstum svæðum, friðlýsingar og afgreiðslu stjórnsýsluerinda á sviði náttúruverndar… Continue reading Umhverfisstofnun auglýsir starf á deild náttúruverndar
Nýr vefur kominn í loftið!
Nýr vefur hefur verið í smíðum undanfarna mánuði og er nú kominn í loftið. Vefumsjónarkerfið sem hélt utan um gamla vefinn var orðið úrelt svo að ýmislegt var hætt að virka. Ákveðið var að setja nýjan vef upp í vefumsjónarkerfinu Joomla og fór vefstjórinn Guðrún Lára Pálmadóttir á námskeið í uppsetningu vefja í því kerfi… Continue reading Nýr vefur kominn í loftið!