Stofnanasamningur

Stofnanasamningur
Starfsgreinasambands Íslands (SGS) annars vegar og Umhverfisstofnunar og Vatnajökulsþjóðgarðs hins vegar


1. Gildissvið

Samkomulag þetta nær til félagsmanna í SGS og ráðnir eru til starfa hjá Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarði í þjóðgörðum og á friðlýstum svæðum.

2. Markmið
Aðilar eru sammála um eftirfarandi markmið með stofnanasamningnum:
– Að launaröðun verði gegnsæ.
– Að konur og karlar í sambærilegum störfum njóti sömu launakjara.
– Að launakerfið nýtist sem stjórntæki til að ná markmiðum stofnananna.
– Að launakerfið feli í sér tækifæri til starfsþróunar.

3. Starfaflokkar
3.1 Skilgreiningar á eðli starfa
Stofnanasamningurinn tekur til tvenns konar starfa, annars vegar starfa landvarða og hins vegar annarra starfa.
3.2 Skilgreining starfsheita
Landvörður: Starfsmaður sem starfar í þjóðgarði eða á friðlýstu svæði við móttöku gesta, fræðslu, náttúrutúlkun, eftirlit með viðkomandi svæði, lagningu og merkingu gönguleiða og öryggismál í samráði við næsta yfirmann og samkvæmt nánari starfslýsingu. Landvörður vinnur undir stjórn yfirlandvarðar, þjóðgarðsvarðar eða deildarstjóra.
Svæðalandvörður: Sinnir starfi landvarðar samkvæmt viðeigandi starfslýsingu þar sem fleiri en eitt friðlýst svæði fellur undir landvörslu. Svæðalandvörður vinnur undir stjórn yfirlandvarðar, þjóðgarðsvarðar eða deildarstjóra.
Yfirlandvörður: Sama og landvörður nema yfirlandvörður sér að auki um verkefnaúthlutun, að útbúa verk- og tímaáætlanir og skila skýrslu um ástand og framkvæmdir svæðisins í lok sumars. Vinnur í samráði við næsta yfirmann
Aðrir starfsmenn: Verkamannastörf, afgreiðslustörf og önnur störf. Starfsmaður vinnur undir stjórn næsta yfirmanns.
3.3 Grunnröðun starfa
005: Landvörður
005: Svæðalandvörður
006: Yfirlandvörður
003: Landvörður án réttinda
002: Aðrir starfsmenn

4. Viðbótarforsendur við mat á launaröðun

Hámarksfjöldi viðbótarflokka vegna 4.1. – 4.3. er 4 launaflokkar.
4.1 Starfsreynsla
Starfsmaður sem öðlast hefur starfsreynslu hjá þeim stofnunum sem aðild eiga að samningnum skal hækka um launaflokka sem hér segir: Starfsmaður skal hækka um einn launaflokk eftir eitt sumar. Starfsmaður skal hækka um einn launaflokk til viðbótar eftir þrjú sumur Starfsmaður skal hækka um einn launaflokk til viðbótar eftir sex sumur í starfi
Með sumri er átt við að lágmarki 8 vinnuvikum. Farið er yfir fjölda vinnuvikna við upphaf ráðningar að vori hjá því starfsfólki sem hefur verið áður í starfi og ekki náð heilu sumri árið á undan og gildir hækkun frá nýju ráðningartímabili eftir því sem við á.
4.2 Menntun
Formleg menntun sem nýtist í starfi skal metin með eftirfarandi hætti: Háskólapróf (BA, BSc, eða BEd) 1 launaflokkur Sveinspróf 1 launaflokkur
4.3 Starfsnám, sí- og endurmenntun
Starfsmaður sem lokið hefur starfsmenntun sem viðurkennd er af samningsaðilum eða starfsmenntun/námskeiðum sem nýtast í starfi, skal hækka um launaflokka samkvæmt eftirfarandi:
Starfsmenntun Leiðsögunám 1 launaflokkur Ferðamálafræði á framhaldsskólastigi 1 launaflokkur Sjúkraliðanám 1 launaflokkur Færni í ferðaþjónustu I-II 1 launaflokkur
Sí- og endurmenntun sem nýtist í starfi svo sem skyndihjálp, endurmenntunarnám fyrir landverði skal metin sem hér segir þegar tímalengdum er náð:
Þegar 60 kennslustundum er náð, hækkar starfsmaður um 1 launaflokk
Þegar 120 kennslustundum er náð til viðbótar, hækkar starfsmaður um 1 launaflokk
Þegar 240 kennslustundum er náð til viðbótar, hækkar starfsmaður um 1 launaflokk
Að jafnaði skal ekki meta sí- og endurmenntun sem er eldra en 10 ára ef starfsmaður hefur ekki nýtt þá þekkingu í starfi undanfarin 5 ár.
Sama nám skal ekki metið oftar en einu sinni.
4.4 Aðrir þættir
Starfsmaður getur hækkað um einn launaflokk fyrir hvert að neðangreindu, þó að hámarki 2 flokkar. Hefur tungumálaþekkingu sem nýtist í starfi umfram íslensku og ensku. Hefur próf til aukinna ökuréttinda enda nýtist það í starfi. Hefur vinnuvélapróf enda nýtist það í starfi. Er eða hefur verið fullgildur meðlimur í björgunarsveit.
Heimilt er að taka tillit til fleiri þátta enda sýnt að þeir nýtist í starfi.

5. Réttur til endurmats á starfi
Telji starfsmaður að honum sé ekki rétt raðað miðað við ofangreindar forsendur á hann rétt á að fá röðun sína endurskoðaða. Ágreiningsmálum skal vísað til samstarfsnefndar.

6. Gildistími og endurskoðun
Samningur þessi tekur gildi 30. mars 2010 og skal endurskoðaður í samræmi við 11. kafla kjarasamnings SGS og fjármálaráðherra eða þegar einn eða fleiri samningsaðilar óska þess.

Reykjavík, 18. maí 2010
F.h. Umhverfisstofnunar F.h. Vatnajökulsþjóðgarðs
F.h. Landvarðafélags Íslands F.h. Starfsgreinasambands Íslands

Sameiginlegar bókanir með stofnanasamningi Starfsgreinasambands Íslands annars vegar og Umhverfisstofnunar og Vatnajökulsþjóðgarðs hins vegar, dagsettum 18. maí 2010.

Bókun 1
Fæðispeningar verði 3 einingar á dag við gildistöku stofnanasamnings.

Bókun 2
Stofnun greiðir fyrir ferðir í upphafi starfstíma og við lok hans. Þegar starfsmaður fer í frí á ráðningartíma til og frá ráðningarstað telst sá ferðatími til vinnutíma samkvæmt vinnutímatímafyrirkomulagi á viðkomandi ráðningarstað. Eftirfarandi gildir um ferðir:
Ráðningartími 3-4 vikur Ferð í upphafi og lok + 1 ferð frí
Ráðningartími 5-8 vikur Ferð í upphafi og lok + 2 ferðir í frí
Ráðningartími 9-12 vikur Ferð í upphafi og lok + 3 ferðir í frí
Ráðningartími13-16 vikur Ferð í upphafi og lok + 4 ferðir í frí

Bókun 3

Landvörður fær afhent vinnuföt vegna starfsins. Þau eru eign viðkomandi stofnunar og skulu bera glögg einkenni hennar og starfsheiti starfsmanns. Fatnaðnum ber að skila við starfslok. Fyrir 11 vikna starf skal landvörður fá gegn framlögðum reikningi endurgreiddar allt að kr. 13.500,- vegna skófatnaðar. Greitt skal hlutfallslega fyrir styttri vinnutímabil.

Stofnanasamningur 2010 pdf