Námskeið í náttúrutúlkun í Finnlandi 1.- 3. sept. 2010

Natturutulkunarnamskeid_300

Natturutulkunarnamskeid_300Nú fer að líða að þriðju sameiginlegu  námstefnu Norður- og Balkanlandanna sem verður haldin dagana 1.-3. september 2010 í Finnlandi, nánar tiltekið í Häme lake uplands: í Häme Visitor Centre and in Liesjärviand Torronsuo National Parks.

Fyrsta námstefnan var í Danmörku 2008  og fóru þá tveir fulltrúar frá Landvarðafélaginu. Síðasta ár var hún haldin í Noregi og fór þá einn fulltrúi.

Skráningu þarf að vera lokið eigi síðar en 30.júlí 2010.

Nú er bara að bretta upp ermarnar og leggja sumarhýruna undir koddann þar til í haust 🙂

Þeim sem hafa áhuga er bent á að hafa samband við Þórunni, thorunns@simnet.is, sími: 894 1421.