Landverðir á ferðalagi: Guðmundur Ögmundsson í Yellowstone

cof

Landverðir heimsækja iðulega þjóðgarða og friðlýst svæði á ferðalögum sínum erlendis og í Landverðir á ferðalagi fáum við okkar fjölbreytta og víðförla hóp til að lýsa áhugaverðum stöðum með augum landvarðarins. Ef að þú vilt taka þátt endilega sendur okkur línu á landverdir@landverdir.is Landvörður Guðmundur Ögmundsson er þjóðgarðsvörður í Jökulsárgljúfrum, áður aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli og… Continue reading Landverðir á ferðalagi: Guðmundur Ögmundsson í Yellowstone

Umhverfisþing fyrri hluti og fundur með Lizzie Watts frá NPS

Meirihluti stjórnar mætti á fróðlegt og skemmtilegt Umhverfisþing 9. nóvember síðastliðin í Reykjavík. Yfirskriftin var ný hugsun í náttúruvernd og þjóðgarður á miðhálendinu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson setti þingið og á eftir fylgdu sérstaklega líflegir fyrirlestrar frá ungu kynslóðinni en Sigurður Jóhann Helgason frá F.Í. var með frábæra og líflega ferðasögu frá Laugaveginum og Anna Ragnarsdóttir… Continue reading Umhverfisþing fyrri hluti og fundur með Lizzie Watts frá NPS

Störf í boði: Heilsárslandverðir hjá UST

[fsn_row][fsn_column width=”12″][fsn_text]   Nú hefur Umhverfisstofnun auglýst eftir 4 heilsárslandvörðum í vinnu. Þær stöður og helstu upplýsingar sem auglýst er í eru hér: Landvarsla Gullfossi og Geysi Landvarsla Vesturlandi Landvarsla Þjóðgarðinum Snæfellsjökli Yfirlandvörður í Dyrhólaey   Öll störfin eru hér [/fsn_text][/fsn_column][/fsn_row]

Athugasemd Landvarðafélags Íslands við drögum að reglugerð um landverði

Í gær rann út tími til að skila inn athugasemdum fyrir drög að reglugerð um landverði í samráðsgátt. Alls bárust fjórar athugasemdir og má skoða þær HÉR. Athugasemdir Landvarðafélagsins má einnig lesa hérna fyrir neðan en stjórn vann skjalið í samtali við landverði og deildi einnig skjalinu inn á lokaða síðu félagsmanna áður en því… Continue reading Athugasemd Landvarðafélags Íslands við drögum að reglugerð um landverði

Andrés Arnalds skrifar um umhverfisáhrif ferðaþjónustunnar

Andrés Arnalds skrifar um ástand lands og mögulegar úrbætur. Fróðleg og áhugaverð samantekt sem sýnir okkur enn og aftur hversu brýnt það er að leggja vinnu í innviði landsins. Hér skiptir þekkingu, aðhald og framtíðarsýn miklu máli. Landverðir þekkja eflaust alltof vel þessi vandamál sem dregin eru upp í hugleiðingunni. Hugleiðingin var sett inn á… Continue reading Andrés Arnalds skrifar um umhverfisáhrif ferðaþjónustunnar

Portúgal janúar 2019 – Nepal nóvember 2019

[fsn_row][fsn_column width=”12″] Portúgal 2019 Portúgalska landvarðafélagið heldur upp á landvarðadaginn sinn 2. febrúar ár hvert. Í tilefni af þeim degi eru þeir með nokkra daga fund þar sem landverðir víðsvegar úr Portúgal koma saman. Fyrir ári síðan bauð portúgalska landvarðafélagið fulltrúum frá hinum ýmsu landvarðafélögum víðsvegar um Evrópu á sinn árlega fund, fór sá fundur… Continue reading Portúgal janúar 2019 – Nepal nóvember 2019

Haustferð Landvarðafélagsins 22-23 sept. 2018

22-23. september var árleg haustferð félagsins skipulögð af skemmtinefnd. Ferðinni var heitið í Landmannalaugar þar sem veðrið lék við okkur og landverðir Umhverfisstofnunar tóku á móti okkur og leiddu fræðslugöngu um svæðið. Lagt var af stað frá Umhverfisstofnun á laugardagsmorgni og ekið í átt til Landmannalauga en Katrín Pálma – og Þorgerðardóttir stjórnarmeðlimur sem er… Continue reading Haustferð Landvarðafélagsins 22-23 sept. 2018

Drög að reglugerð um landverði

Opið er fyrir umsagnir um drög að reglugerð um landverði á samráðsgátt stjórnvalda. Samráðið stendur yfir á milli 25. september 2018 og 9. okóber 2018. Ýtið hér á myndina til að kynna ykkur málið. Hér er núverandi reglugerð frá 1990: Reglugerð um landverði (DOC skjal)061-1990.doc 1. gr             Landverðir kallast þeir sem starfa í þjóðgörðum og á… Continue reading Drög að reglugerð um landverði

Dagur íslenskrar náttúru

 Frá 2010 hefur 16. september verið tileinkaður íslenskri náttúru en dagurinn er afmælisdagur Ómars Ragnarssonar frétta- og þáttagerðarmanns sem hefur kynnt náttúruna á sinn einstaka hátt fyrir landi og þjóð. Landvarðafélagið hvetur alla til allskonar útivistar í dag til að heimsækja náttúruna og óska henni til hamingju með daginn. Hér á Íslandi erum við enn… Continue reading Dagur íslenskrar náttúru

Tilkynning til Landvarða frá Starfsgreinasambandinu

Tilkynning til Landvarða frá Starfsgreinasambandinu: Kæru landverðir, Við ákváðum að fara í gang með eitt prófmál vegna fjarvistaruppbótar 2011-2013. Því lyktaði þannig að Vatnajökulsþjóðgarður féllst á að greiða þeim tiltekna landverði fjarvistaruppbót vegna eldri ára en 2013, nánar tiltekið 2011 og 2012. Greiðslan er þó án viðurkenningar á fordæmisgildi í öðrum málum. Okkur er því… Continue reading Tilkynning til Landvarða frá Starfsgreinasambandinu

Drög að frumvarpi um nýja stofnun verndarsvæða til umsagnar til 5. sept

Af heimasíðu ráðuneytisins: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um frumvarp um nýja stofnun sem ætlað er að hafa með höndum umsýslu allra þjóðgarða á Íslandi og annarra friðlýstra svæða auk almennrar náttúruverndar. Samhliða er kallað eftir tillögum um nafn á hina nýju stofnun. Þrír þjóðgarðar eru á landinu, þjóðgarðurinn á Þingvöllum, Vatnajökulsþjóðgarður og þjóðgarðurinn… Continue reading Drög að frumvarpi um nýja stofnun verndarsvæða til umsagnar til 5. sept

Dagskrá á alþjóðadegi landvarða 31. júlí

Landverðir fagna alþjóðadegi landvarða ár hvert 31. júlí. Þessi dagur er haldinn hátíðlegur til að fagna störfum landvarða um allan heim sem leggja sig alla fram við að vernda náttúru- og menningarleg verðmæti heimsins. Einnig til að minnast þeirra mörgu landvarða sem hafa látist eða slasast við skyldustörf. En árið 2017 létust 128 Landverðir við… Continue reading Dagskrá á alþjóðadegi landvarða 31. júlí