Portúgal janúar 2019 – Nepal nóvember 2019

[fsn_row][fsn_column width=”12″]

Portúgal 2019

Portúgalska landvarðafélagið heldur upp á landvarðadaginn sinn 2. febrúar ár hvert. Í tilefni af þeim degi eru þeir með nokkra daga fund þar sem landverðir víðsvegar úr Portúgal koma saman. Fyrir ári síðan bauð portúgalska landvarðafélagið fulltrúum frá hinum ýmsu landvarðafélögum víðsvegar um Evrópu á sinn árlega fund, fór sá fundur fram á eyjunni Madeira. Þeir endurtóku leikinn svo aftur í ár og buðu fulltrúum en gáfu líka öðrum áhugasömum landvörðum tækifæri á að koma á fundinn. Staðsetning fyrir árlegan fund portúgalska landvarðafélagsins er núna komin á hreint en hann fer fram á Asoreyjum frá 30. janúar til 3. febrúar 2019. Það kostar aðeins 120 evrur að taka þátt og innifalið í því verði eru fundurinn, gisting í 4 nætur og 7 máltíðir. Svo að sjálfsögðu þarf viðkomandi að koma sér til og frá Portúgal.

Nepal 2019

Níunda alþjóðaráðstefna landvarða verður haldin í Nepal frá 11. til 17. nóvember 2019. Ráðstefnan verður haldin í þorpi sem kallast Sauraha sem er alveg við mörkin á Chitwan þjóðgarðinum. Alþjóðaráðstefna landvarða er haldin á þriggja ára fresti og fór seinasta ráðstefna fram í Bandaríkjunum 2016. Alþjóðanefndin hefur heyrt að mikill áhugi sé meðal íslenskra landvarða að fara á ráðstefnuna í Nepal og nota jafnframt tækifærið til að fara í grunnbúðir á Everest.. í desember ár hvert hefur umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýst styrki til félagasamtaka og hefur Landvarðafélagið sótt um þann styrk fyrir bæði alþjóða- og evrópuráðstefnum. Til þess að geta haft einhverja hugmynd um hversu mikinn styrk félagið ætti að sækja um þurfum við að fá upplýsingar frá þeim sem sannarlega hafa hug á því að fara. Endilega hafið samband við alþjóðnefnd til þess að láta okkur vita varðandi Nepal 2019.

Ásta Davíðsdóttir, Linda Björk og Þórunn Sigþórsdóttir.
althjodanefnd (hjá) landverdir.is