Haustferð landvarða

urridi_a
ATHUGIÐ: Af óviðráðanlegum orsökum frestast haustferðin um eina viku, farið verður 21. október í stað 14. okt., sjá aðra frétt. Þessi frétt er því ómark. (11.10.2006)

Landverðir, takið frá laugardaginn 14. október! 

Það er komið að hinni sívinsælu haustferð landvarða. Að þessu sinni verður skundað á Þingvöll þar sem boðið verður upp á sérstaka fræðslugöngu um urriðann í Öxará, kl. 13:00 laugardaginn 14. október.

urridi_aUrriðastofninn í Þingvallavatni er að mörgu leyti einstakur, m.a. fyrir stærð og fjölda. Hann hefur þróast í algjörri einangrun frá því við lok ísaldar og þess vegna greinst í ýmsa undirstofna. Frekari upplýsingar um urriðann má finna hér

Að urriðagöngunni lokinni verður gengið um gamlar þjóðleiðir í þjóðgarðinum, að Vatnskoti og Skógarkoti, sem er ágætis hringur og frekar auðveld ganga.

Munið að hafa með ykkur nesti og góða skó!

Þátttaka tilkynnist á netfangið: laufey10@yahoo.com eða í síma 868 2959. Þau sem geta verið á bíl vinsamlegast látið vita af því svo hægt sé að sameina í bíla.

Upplýsingasíða um Þingvallaurriðann: http://www.thingvellir.is/nattura/fiskurinn/urridinn/