Opið bréf til Ragnheiðar Elínar Árnadóttur Iðnaðar-, viðskipta- og ferðamálaráðherra

Stjórn Landvarðfélags Íslands var að senda iðnaðar-, viðskipta- og ferðamálaráðherra eftirfarandi bréf:   Ragnheiður Elín ÁrnadóttirIðnaðar- , viðskipta- og ferðamálaráðherraAtvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðSkúlagata 4101 Reykjavík   Reykjavík 10. desember 2014     Opið bréf til Ragnheiðar Elínar Árnadóttur Iðnaðar-, viðskipta- og ferðamálaráðherra.  

Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir starf sérfræðings

Sérfræðingur og aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar á vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.   Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir starf sérfræðings með starfsstöð á Kirkjubæjarklaustri. Vatnajökulsþjóðgarður er rekinn af samnefndri ríkisstofnun og nær landsvæði hans yfir allan Vatnajökul og stór landsvæði utan hans, alls um 14.000 km2. Á vestursvæðinu, sem spannar um það bil fjórðung af heildarflatarmáli þjóðgarðsins, er að finna þekkta áfangastaði á… Continue reading Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir starf sérfræðings

Alþjóðadagur landvarða

Alþjóðadagur landvarða er haldinn núna í áttunda skiptið. Dagurinn er haldinn til að minnast þeirra mörgu landvarða sem hafa látist eða slasast við skyldustörf. Einnig er þessi dagur haldinn hátíðlegur til að fagna starfi landvarða um allan heim við að vernda náttúru- og menningalegu verðmæti heimsins. Í tilefni dagsins er dagskrá í þjóðgarðinum Snæfellsjökuls eftirfarandi:… Continue reading Alþjóðadagur landvarða

Viskubrunnur landvarða

-vettvangur samvinnu, miðlun fræðslu og reynslu –   Eftir 6 ára bið var loksins komið að þriðju Evrópuráðstefnu landvarða eða á góðri ensku 3rd European ranger training seminar sem þýðist ekki á réttan hátt hér í greininni. Köllum eftir góðri þýðingu! Fyrsta Evrópuráðstefnan var haldin í Rúmeníu 2007 og strax árið eftir í Ungverjalandi. En… Continue reading Viskubrunnur landvarða

Styrkir vegna Króatíufarar

Nú styttist óðum í Evrópuráðstefnu landvarða í Króatíu en hún fer fram 13. – 17. maí nk. Skráningarfrestur er til 1. maí en hægt er að finna allar upplýsingar um ráðstefnuna og skráningu á hana hér á vefsíðu ráðstefnunnar. Þeir sem hafa áhuga á að fara eru jafnframt beðnir um að hafa samband við stjórn… Continue reading Styrkir vegna Króatíufarar

Aðalfundur Landvarðafélags Íslands 2014

Aðalfundur Landvarðafélags Íslands 2014 verður haldinn á Veitingahúsinu Horninu (kjallara), Hafnarstræti 15, fimmtudaginn 3. apríl kl: 19:00. DagskráVenjuleg aðalfundarstörf samkv. lögum félagsins  1. Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra2. Skýrsla stjórnar og umræður um hana3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og umræður um þá4. Lagabreytingar5. Ákvörðun félagsgjalda6. Kosning stjórnar7. Kosning í nefndir og kosning endurskoðenda8. Önnur mál… Continue reading Aðalfundur Landvarðafélags Íslands 2014

Umhverfisstofnun auglýsir landvörslustörf 2014

Af vef Umhverfisstofnunar   Umhverfisstofnun auglýsir eftir landvörðum sumarið 2014 á eftirtalin svæði: Þjóðgarðinn Snæfellsjökul, verndarsvæði við Mývatn og Laxá, Suðurland, sunnanverða Vestfirði og Hornstrandir.     Um er að ræða tímabundin 100% störf en starfstími er breytilegur eftir svæðum. Þeir fyrstu hefja störf um miðjan maí og síðustu ljúka störfum í september. Sjá nánari… Continue reading Umhverfisstofnun auglýsir landvörslustörf 2014

Evrópuráðstefna landvarða í Króatíu

Nú er búið að opna heimasíðu fyrir Evrópuráðstefnuna sem haldin verður í Króatíu frá 13. -17. maí næstkomandi. Sjá: http://ranger.brijuni.hr/ Það eru nú þegar nokkrir ákveðnir í að fara og farin að myndast góð stemning þeirra á meðal. Boðið er upp á heimsókn í fjóra þjóðgarða, fyrir eða eftir ráðstefnuna þar sem gefinn er afsláttur… Continue reading Evrópuráðstefna landvarða í Króatíu

Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir landvörslustörf 2014

Af vef Vatnajökulsþjóðgarðar   Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir eftir landvörðum í sumarstörf.  Störfin eru flest á tímabilinu frá byrjun júní til loka ágúst. Nokkur störf eru þó til lengri (maí – september) eða skemmri (júlí – ágúst) tíma. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Starfsgreinasambands Íslands. Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um. … Continue reading Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir landvörslustörf 2014

Umhverfisstofnun leitar að starfsmanni til að hafa umsjón með verndarsvæði Mývatns og Laxár

Af vef Umhverfisstofnunar   Viltu vinna á einum fallegasta stað landsins? Við leitum að starfsmanni til að hafa umsjón með verndarsvæði Mývatns og Laxár sem og öðrum náttúruverndarsvæðum í nágrenninu. Lífríki svæðisins er einstakt en eitt helsta hlutverk starfsmannsins er að varðveita náttúru svæðisins í samvinnu við íbúa og ferðamenn.

Yfirlýsing Landvarðafélags Íslands vegna niðurskurðar í landvörslu

Í apríl 2013 sendi Landvarðafélag Íslands frá sér yfirlýsingu þar sem harmað var að fjölgun landvarða hefur ekki haldist í hendur við fjölgun ferðamanna og hafði félagið af því miklar áhyggjur. Nú berast þær fréttir að Umhverfisstofnun skeri töluvert niður í landvörslu þetta árið, úr 232 landvarðavikum í 125 landvarðavikur. Þetta er gífurleg skerðing sem… Continue reading Yfirlýsing Landvarðafélags Íslands vegna niðurskurðar í landvörslu