Evrópuráðstefna landvarða í Króatíu

Rangerseminar 2007

Nú er búið að opna heimasíðu fyrir Evrópuráðstefnuna sem haldin verður í Króatíu frá 13. -17. maí næstkomandi. Sjá: http://ranger.brijuni.hr/

Það eru nú þegar nokkrir ákveðnir í að fara og farin að myndast góð stemning þeirra á meðal.

Boðið er upp á heimsókn í fjóra þjóðgarða, fyrir eða eftir ráðstefnuna þar sem gefinn er afsláttur á gistingu og fl. Fólk er þó á eigin vegum og verður að hafa samband beint við viðkomandi þjóðgarð. Nánari upplýsingar eru á heimasíðunni.

 

 Rangerseminar 2007

Skráningu lýkur 1. maí en boðið er upp á afslátt fyrir þá sem skrá sig snemma og borga fyrir 1. apríl.

Það er að sjálfsögðu sjálfsagt að taka með sér maka og er þá sama verð fyrir þá og fyrir félaga, það er bara tekið fram við skráninguna í kommentinu neðst.

Þetta er þriðja Evrópuráðstefnan, sú fyrri var í Rúmeníu og sú síðari í Ungverjalandi, báðar voru mjög lærdómsríkar og skemmtilegar.

Við alþjóðanefndar kellurnar ætlum að taka að okkur utanumhald svo endilega hafið sambandi á

netfangið thorunns@simnet.is. eða í síma 8941421 (Þórunn).