Styrkir vegna Króatíufarar

Nú styttist óðum í Evrópuráðstefnu landvarða í Króatíu en hún fer fram 13. – 17. maí nk. Skráningarfrestur er til 1. maí en hægt er að finna allar upplýsingar um ráðstefnuna og skráningu á hana hér á vefsíðu ráðstefnunnar. Þeir sem hafa áhuga á að fara eru jafnframt beðnir um að hafa samband við stjórn á landverdir@landverdir.is

 

Landvarðafélagið mun styrkja ráðstefnufara. Umsóknarfrestur um styrki er til og með 22. júní 2014. Umsóknir skal senda í tölvupósti á netfangið landverdir@landverdir.is

Í umsókninni skal koma fram nafn og kennitala ásamt staðfestingu á því að viðkomandi hafi verið á ráðstefnunni, t.d. afrit af flugmiða eða afrit af kvittun fyrir ráðstefnugjöldum. Styrkveiting er bundin því að skilað verði inn grein um ráðstefnuna til birtingar á landvarðavefnum, grein til birtingar í fjölmiðlum ásamt kynningu á ráðstefnunni á næsta aðalfundi eða viðburði á vegum félagsins. Ef um stóran hóp er að ræða geta þeir skipt með sér verkum og sent stjórn skjal með áætlun á vinnuframlagi hvers og eins.