Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir starf sérfræðings

Sérfræðingur og aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar á vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.

 

Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir starf sérfræðings með starfsstöð á Kirkjubæjarklaustri. Vatnajökulsþjóðgarður er rekinn af samnefndri ríkisstofnun og nær landsvæði hans yfir allan Vatnajökul og stór landsvæði utan hans, alls um 14.000 km2.

Á vestursvæðinu, sem spannar um það bil fjórðung af heildarflatarmáli þjóðgarðsins, er að finna þekkta áfangastaði á borð við Lakagíga, Eldgjá, Langasjó,Tungnaáröræfi, Jökulheima, Tungnafellsjökul, Nýjadal og Vonarskarð. Viðkomandi sérfræðingur heyrir undir þjóðgarðsvörð vestursvæðis, Kirkjubæjarklaustri.

 

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs, hér.