Umhverfisstofnun leitar að starfsmanni til að hafa umsjón með verndarsvæði Mývatns og Laxár

Af vef Umhverfisstofnunar

 

Viltu vinna á einum fallegasta stað landsins?

Við leitum að starfsmanni til að hafa umsjón með verndarsvæði Mývatns og Laxár sem og öðrum náttúruverndarsvæðum í nágrenninu. Lífríki svæðisins er einstakt en eitt helsta hlutverk starfsmannsins er að varðveita náttúru svæðisins í samvinnu við íbúa og ferðamenn.

 

Helstu verkefnin eru:

    Dagleg umsjón með verndarsvæði Mývatns og Laxár
    Dagleg umsjón gestastofu verndarsvæðisins
    Umsjón með öðrum náttúruverndarsvæðum í nágrenni Mývatns og á Eyjafjarðarsvæðinu.
    Gerð verndaráætlana
    Vinnsla umsagna og úrvinnsla í tengslum við leyfisveitingar
    Skipulag og umsjón með landvörslu á fyrrgreindum svæðum
    Skipulag og umsjón með framkvæmdum á fyrrgreindum svæðum

Gerð er krafa um háskólapróf sem nýtist í starfi. Að öðru leyti verða eftirfarandi kröfur um þekkingu, reynslu og hæfni hafðar til viðmiðunar við val á starfsmanni:

    Þekking á umhverfismálum
    Þekking á almennum rekstri
    Þekking á opinberri stjórnsýslu
    Samstarfshæfni og sveigjanleiki í samskiptum. Reynsla af miðlun upplýsinga og fræðslu til mismunandi hópa.
    Þekking á verndarsvæði Mývatns og Laxár auk þekkingar á öðrum náttúruverndarsvæðum á Norðausturlandi.
    Reynsla og áhugi á útivist.
    Kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli.

Starfsaðstaða sérfræðingsins er á starfsstöðinni á Mývatni.

Næsti yfirmaður sérfræðingsins er Ólafur A. Jónsson sviðsstjóri, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar um starfið ásamt Sigrúnu Valgarðsdóttur mannauðsstjóra í síma 591 2000.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið.

Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf eigi síðar en 1. maí. Gert er ráð fyrir að gagnkvæmur reynslutími sé sex mánuðir við ráðningu.

Umsóknarfrestur er til og með 24. febrúar 2013. Umsóknir skulu sendar til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík eða á netfangið umhverfisstofnun@umhverfisstofnun.is