Viskubrunnur landvarða

landverdir

-vettvangur samvinnu, miðlun fræðslu og reynslu –

 

landverdirEftir 6 ára bið var loksins komið að þriðju Evrópuráðstefnu landvarða eða á góðri ensku 3rd European ranger training seminar sem þýðist ekki á réttan hátt hér í greininni. Köllum eftir góðri þýðingu!

Fyrsta Evrópuráðstefnan var haldin í Rúmeníu 2007 og strax árið eftir í Ungverjalandi.

En aftur að ráðstefnunni, þessi þriðja Evrópska landvarðaráðstefna var haldin í Króatíu 13. – 17. maí 2014. 

Landverðir frá 23 Evrópulöndum og 2 Ástralir voru samankomnir á hinni söguríku eyju og þjóðgarði Brijuni (Eyjan heitir í raun stóra Brijuni, fórum einnig að litlu Brijuni). Yfirskrift ráðstefnunnar og markmið var að styrkja tengsl evrópskra landvarða. Áhersla var á stuðning og samvinnu sem styrkir landverði í starfi ásamt því að yfirvinna framtíðar áskoranir farsællega. Einnig að styrkja alþjóðasamstarf, stuðla að betri samvinnu milli félaga innan Alþjóðasamtaka landvarða (IRF), vinna að og þróa sameiginleg verkefni ásamt því að deila reynslu og þekkingu.

 

Fjórar vinnustofur voru skipulagðar fyrsta daginn út frá markmiðum ráðstefnunnar. Íslensku landverðirnir voru hæfilega margir til þess að geta skipt sér niður á allar vinnustofurnar. 

 

islensku landverdirnir

Þróun samskipta og tengslanet landvarða (Ranger communications network development)
Landverðir ræddu saman um hvaða vettvangur væri bestur til þess að deila þekkingu og eiga samskipti okkar á milli. Facebook var talinn einna hagkvæmasta og hentugasta leiðin til þess þar sem margir eru nú þegar virkir notendur facebook.
Verkefnið „Ungi landvörðurinn“ (Junior Ranger programs)
Verkefnið „ungi landvörðurinn“ eða Junior Ranger program er starfrækt í mörgum löndum. Þetta verkefni er mikilvægt til þess að miðla þekkingu og umhverfisvitund til ungs fólks. Landverðir eru milliliðirnir til þess að koma þessari þekkingu milli kynslóða. Ákveðið var að koma upp síðu þar sem landverðir gætu deilt þekkingu, verkefnum og hugmyndum sín á milli.
Samstarfs- og vináttusáttmála (Twin projects)
Rætt var um bæði landvarðaskipti og heimsóknir þar sem landvarðafélögin koma á samstarfi sín á milli. Jafnframt var talað um að koma á stuðning til landvarðafélaga sem eru verr stödd hvað varðar aðbúnað og annað sem viðkemur störfum landvarða.  
Landvarðaþjálfun í Evrópu (Ranger training programs in Europe)
Í vinnustofunni var farið yfir hvernig þjálfun landvarða væri háttað, flest löndin voru með svipuð námskeið og hér á landi. Hinsvegar voru námskeiðin aðeins lengri og meira út í náttúrunni. Í nokkrum löndum er landvarðarnámið á háskólastigi og þá sér námsbrautir fyrir landvörð sem vill vera “náttúrutúlkandi” og sér fyrir “leiðsögulandvörð”.

RisnjakHápunktar ráðstefnunnar voru án efa vettvangsferðirnar þar sem annarsvegar var farið í dagsferð í Risnjak “National Park” og Učka “Nature Park”. Hinsvegar var boðið upp á lestarferð um Brijuni eyju og siglingu um eyjarnar. Í Risnjak þjóðgarðinum voru landverðir kynntir fyrir króatískum aðferðum við þak- og veggplötugerð. Kennsla fór fram í gildrulagningu, sýnt var hvernig gildrur voru lagðar fyrir birni og úlfa, fönguð dýr eru svo mæld, skoðuð og staðsetningarbúnaður settur á. Í Króatíu deyja um 15-20 birnir árlega af völdum umferðaslysa. Daginn fyrir vettvangsferðina var lest ekið á bjarnarhún semutikennslustofa landverðir fengu að sjá og fræddust um hvernig mælingar og rannsóknir á björnum fara fram. Einnig fengu þeir að spreyta sig á staðsetningartæki sem sett er á birnina en er ekki eins nákvæmt og GPS, heldur þarf að finna út staðsetningu út frá hljóðmerkjum sem koma frá tækinu. Í Učka Nature Park fengu landverðirnir fræðslu um náttúrutúlkun, hvernig þau taka á móti skólahópum og nýta sér útikennslustofu sem þau eru með. Jafnframt fékk hópurinn í Učka Nature Park sýnikennslu á fjallabjörgun og eftir á fengu nokkrir að spreyta sig á klifri. Það vakti athygli okkar að kerfið hjá fjallabjörgunarsveitinni er ekki ósvipað og er unnið eftir hér heima og allt sjálfboðavinnu.

 

Eftir dvölina í Brijuni þjóðgarðinum fóru Íslendingar með það heim í farteskinu að mikill vilji er meðal landvarða að vinna saman, styrkja tengslanet, deila upplýsingum og veita hvort öðru stuðning. Okkar ósk er að íslenskir landverðir sameinist um að styrkja tengsl sín á milli, deili reynslu, þekkingu og veiti hvert öðru stuðning. Ekki bara innan svæða heldur einnig milli svæða.

 

Króatíufarar

Dagný Bryndís Sigurjónsdóttir

Eva Dögg Einarsdóttir

Linda Björk Hallgrímsdóttir

Rannveig Einarsdóttir

Sævar Þór Halldórsson

Þórunn Sigþórsdóttir