Umhverfisstofnun auglýsir landvörslustörf 2014

umhverfisstofnun storf i bodi litil

Af vef Umhverfisstofnunar

 

Umhverfisstofnun auglýsir eftir landvörðum sumarið 2014 á eftirtalin svæði: Þjóðgarðinn Snæfellsjökul, verndarsvæði við Mývatn og Laxá, Suðurland, sunnanverða Vestfirði og Hornstrandir.

umhverfisstofnun storf i bodi litil

 

 

Um er að ræða tímabundin 100% störf en starfstími er breytilegur eftir svæðum. Þeir fyrstu hefja störf um miðjan maí og síðustu ljúka störfum í september. Sjá nánari upplýsingar um hvert svæði og starfstímabilin á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

 

 

 

Umsóknarfrestur er til og með 24. mars 2014. Ítarlegri upplýsingar um störfin og umsóknareyðublað má finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar.