Stofnun Sæmnudar fróða og umhverfisráðuneytið boða til stefnumóts um utanvegaakstur 24. september 2008 kl. 12:00-13:30 í fundarsal Þjóðminjasafnsins. Yfirskrift stefnumótsins er Úti að aka í náttúru Íslands. Erindi flytja Ólafur Arnar Jónsson frá Umhverfisstofnun og Þorsteinn Víglundsson frá umhverfisnefnd ferðaklúbbsins 4 x 4. Umræður að erindum loknum og allir velkomnir!
Category: Fréttnæmt frá 2008
Alþjóðadagur landvarða 31. júlí
Í dag 31. júlí er alþjóðadagur landvarða haldinn í 2. sinn og bjóða landverðir upp á göngur og ýmsa fræðslu víða um land í tilefni dagsins. Til hamingju með daginn landverðir!
Nýr Ýlir kominn út
Ýlir er vaknaður af værum blundi, þökk sé ritnefnd Landvarðafélagsins. Kynnið ykkur fjölbreytt og forvitnilegt efni fréttabréfsins hér.
Evrópuráðstefna í Ungverjalandi
Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á 2. Evrópuráðstefnu landvarða sem haldin verður í Ungverjalandi 14.-20. september 2008. Þátttaka er góð og hafa þónokkrir skráð sig en skráningu líkur í þessari viku. Í fyrra fóru 11 landverðir á fyrstu Evrópu ráðstefnuna sem haldin var í Rúmeníu sem var mjög áhugaverð og gaman… Continue reading Evrópuráðstefna í Ungverjalandi
Málþing um stjórnun verndaðra svæða
Stjórnun verndaðra svæða Málþing í Öskju Náttúrufræðahúsi, stofu 132, Sturlugötu 7 fimmtudaginn 29. maí kl. 13-17 Dagskrá 13:00 Setning málþings 13:10 Upphaf þjóðgarða og gildi þeirra í fortíð, nútíð og framtíð Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir þjóðgarðsvörður Jökulsárgljúfrum 13:40 Verndarviðmið Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna, IUCN Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor í grasafræði, Háskóla Íslands 13:55 Áherslubreytingar í stjórnun náttúruverndarsvæða Karl… Continue reading Málþing um stjórnun verndaðra svæða
Evrópuráðstefna landvarða í Ungverjalandi í haust
Evrópuráðstefna landvarða verður haldin í Ungverjalandi 14.-20. september 2008. Dagskrána má finna á vefsíðu ráðstefnunnar hér. Eftir ráðstefnuna verður boðið upp á 2 ferðir Northern mountain range a og Lake Balaton. Fyrir ráðstefnuna verður boðið upp á skoðunarferð um höfuðborgina Búdapest og dagskrá hennar má finna hér. We prepare two post-seminar programmes, the details will be available… Continue reading Evrópuráðstefna landvarða í Ungverjalandi í haust
Vorfagnaður landvarða 17. maí
Nú fer alveg að koma að því… vorfagnaður landvarða verður eftir 2 daga og væntanlega bíða allir í ofvæni. Gleðin hefst kl. 16:00 og verður í Þjóðhátíðarlundinum í Heiðmörk (sjá kort hér). Við viljum hvetja ykkur til að taka alla fjölskylduna með, en við ráðgerum að hafa eitthvað sem hæfir öllum aldurshópum, alla vega svona fram… Continue reading Vorfagnaður landvarða 17. maí
Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir eftir sumarstarfsfólki
Vatnajökulsþjóðgarður hefur auglýst eftir starfsfólki til sumarstarfa. Ráðið verður í eftirfarandi stöður: Skaftafell: Landverðir, starfsfólk í móttöku og upplýsingagjöf, á tjaldsvæði, í ræstingu og almenn störf.Jökulsárgljúfur: Landverðir, starfsfólk í móttöku og upplýsingagjöf, á tjaldsvæði, í ræstingu og almenn störf.Herðubreiðarlindir og Dreki: Landverðir og skálaverðir í samvinnu við Ferðafélag Akureyrar.Hvannalindir, Kverkfjöll og Snæfell: Landverðir og skálaverðir… Continue reading Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir eftir sumarstarfsfólki
Landvarsla 2008 – UST
Umhverfisstofnun auglýsir eftir starfsfólki til landvörslu á eftirtöldum stöðum sumarið 2008: Þjóðgarðinum Snæfellsjökli, Friðlandi að Fjallabaki, Mývatnssveit, Vatnsfirði, Gullfossi og Geysi, Dyrhólaey, Hornströndum og friðlýstum svæðum á Vesturlandi (svæðalandvarsla). Náttúruverndarsvæðin lúta öll stjórn Umhverfisstofnunar en ýmist er starfsfólk eitt við landvörslu eða undir stjórn yfirlandvarðar eða þjóðgarðsvarðar viðkomandi svæðis. Störf landvarða á framangreindum svæðum felast… Continue reading Landvarsla 2008 – UST
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum auglýsir eftir landvörðum
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum óskar eftir að ráða landverði til starfa sumarið 2008. Um er að ræða umsjón og eftirlit í þjóðgarðinum, þátttöku í fræðslu ásamt vinnu í afgreiðslu þjóðgarðsins á Leirum og fræðslumiðstöð á Haki. Umsækjendur skulu hafa lokið námskeiði í landvörslu eða hafa reynslu af sambærilegum störfum. Góð tungumálakunnátta og hæfni í mannlegum samskiptum… Continue reading Þjóðgarðurinn á Þingvöllum auglýsir eftir landvörðum
NÄKKÄLÄ – áhugaverð heimildamynd
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum kynnir: NÄKKÄLÄ Heimildamynd um vináttu tveggja ólíkra manna í stórbrotinni náttúru finnsku túndrunnar Miðvikudagur 5. mars kl. 18:00Norræna húsiðAðgangur ókeypis Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur stendur fyrir sýningu á heimildamyndinni Näkkälä sem fjallar um vináttubönd tveggja ólíkra manna í stórbrotinni náttúru finnsku túndrunnar. Näkkälä er lítið þorp í Norður-Finnlandi þar sem… Continue reading NÄKKÄLÄ – áhugaverð heimildamynd
Góugleði Landvarðafélagsins!
Kæru landverðir, Þegar landverðir sem og aðrir landsmenn hafa þreyjað þorrann og góan hefur tekið völdin, ætlar skemmtinefnd Landvarðafélagsins að efna til gleði henni til heiðurs laugardaginn 8. mars. Haldið verður út á Reykjanesfólkvang kl. 11 um morguninn og gengið um svæðið undir leiðsögn landvarðar svæðisins, Soffíu Helgu Valsdóttur, sem mun miðla af sínum fróðleik um þetta heillandi… Continue reading Góugleði Landvarðafélagsins!
Landvarðanámskeið 2008
Umhverfisstofnun auglýsir námskeið í landvörslu sem haldið verður í húsnæði stofnunarinnar, Suðurlandsbraut 24, í febrúar og mars n.k. Þátttaka í námskeiðinu veitir landvarðaréttindi og forgang um landvörslustörf á vegum Umhverfisstofnunar. Námskeiðsgjald er kr. 65.000.-. Námskeiðið er háð því að viðunandi þátttaka fáist. Umsóknum skal skilað bréflega til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24 eða í tölvupósti á netfangið… Continue reading Landvarðanámskeið 2008