Þjóðgarðurinn á Þingvöllum auglýsir eftir landvörðum

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum óskar eftir að ráða landverði til starfa sumarið 2008.

Um er að ræða umsjón og eftirlit í þjóðgarðinum, þátttöku í fræðslu ásamt vinnu í afgreiðslu þjóðgarðsins á Leirum og fræðslumiðstöð á Haki.

Umsækjendur skulu hafa lokið námskeiði í landvörslu eða hafa reynslu af sambærilegum störfum. Góð tungumálakunnátta
og hæfni í mannlegum samskiptum eru kostir sem tekið verður tillit til við ráðningu.

Umsóknir sendist;
Þingvallanefnd, Austurstræti 8-10.
101 Reykjavík eða með tölvupósti á netfangið silfra@thingvellir.is

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 482 3609 frá kl. 09:00-12:00
Umsóknarfrestur er til 25. mars nk.