Góugleði Landvarðafélagsins!

Kæru landverðir,

Þegar landverðir sem og aðrir landsmenn hafa þreyjað þorrann og góan hefur tekið völdin, ætlar skemmtinefnd Landvarðafélagsins að efna til gleði henni til heiðurs laugardaginn 8. mars. Haldið verður út á Reykjanesfólkvang kl. 11 um morguninn og gengið um svæðið undir leiðsögn landvarðar svæðisins, Soffíu Helgu Valsdóttur, sem mun miðla af sínum fróðleik um þetta heillandi svæði. Reykjanesfólkvangur býður upp á mörg skemmtileg tækifæri til útivistar og gangan ætti að vera við allra hæfi. Við viljum biðja fólk að klæða sig eftir veðri og taka með sér gott nesti. Gangan ætti að taka ca. 3-4 klst. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að senda tölvupóst á laufey10@yahoo.com eða soffiahv@hotmail.com , eða hringja í síma 699 3706/868 2959. Látið þess þá getið hvort þið verðið á eigin bíl eður ei. Nákvæm ferðatilhögun verður svo tilkynnt síðar.

Um kvöldið verður svo safnast saman í Skálagerði 13 kl. 21:00, að heimili landvarðar Reykjanesfólkvangs. Þar verður glaðst yfir góunni með frjálsri aðferð. Veitingar verða í boði gegn vægu gjaldi en við biðjum fólk um að hafa með sér skotsilfur til að geta notið veitinganna.

Vonumst til að sjá sem flesta! 
Skemmtinefndin