Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir eftir sumarstarfsfólki

Vatnajökulsþjóðgarður hefur auglýst eftir starfsfólki til sumarstarfa. Ráðið verður í eftirfarandi stöður:
Skaftafell: Landverðir, starfsfólk í móttöku og upplýsingagjöf, á tjaldsvæði, í ræstingu og almenn störf.
Jökulsárgljúfur: Landverðir, starfsfólk í móttöku og upplýsingagjöf, á tjaldsvæði, í ræstingu og almenn störf.
Herðubreiðarlindir og Dreki: Landverðir og skálaverðir í samvinnu við Ferðafélag Akureyrar.
Hvannalindir, Kverkfjöll og Snæfell: Landverðir og skálaverðir í samvinnu við Ferðafélag Fljótsdalshérað.
Lón: Landvörður.
Hrauneyjar: Landvörður.
Nýidalur: Landvörður.
Starfstími ofangreindra starfa er almennt frá byrjun júní til loka ágúst.

Varðandi landvarðastöður og starf í móttöku og upplýsingagjöf er haft til viðmiðunar að umsækjendur séu 20 ára og hafi lokið landvarðanámskeiði eða hafi reynslu af landvörslu eða sambærilegu starfi. Einnig er gerð krafa um gott vald á íslensku svo og enskukunnáttu. Önnur tungumálakunnátta er kostur. Almennar kröfur eru að viðkomandi hafi ökuréttindi, hafi ríka þjónustulund, sé jákvæður, sýni lipurð í mannlegum samskiptum og geti unnið undir álagi. Staðarþekking er einnig æskileg.
Umsóknarfrestur er til og með 25. mars og skulu umsóknir sendar á netfangið umsoknir@vatnajokulsthjodgardur.is eða í pósti á: Vatnajökulsþjóðgarður, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík. Hér má nálgast umsóknareyðublað.

Frekari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst á reginah@ust.is eða stella@ust.is og í síma 5758400.