Landvarða – skiptiheimsóknir

Áformaðar eru skiptiheimsóknir milli Landvarðafélagsins í Rúmeníu og Landvarðafélags Íslands á þessu ári. Sex fulltrúar frá Landvarðafélaginu í Rúmeníu munu koma til Íslands í byrjun júní og sex fulltrúar frá Landvarðafélagi Íslands gefst kostur á að heimsækja Rúmeníu um miðjan september 2015. Miðað er við að báðar heimsóknirnar taki sex daga hvor. Félagar sem hafa… Continue reading Landvarða – skiptiheimsóknir

Aðalfundur Landvarðafélags Íslands 2015

Aðalfundur Landvarðafélags Íslands 2015 verður haldinn í sal Druida (efsta hæð), Síðumúla 1, fimmtudaginn 26. mars kl: 19:00. Dagskrá Venjuleg aðalfundarstörf samkv. lögum félagsins 1. Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra 2. Skýrsla stjórnar og umræður um hana 3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og umræður um þá 4. Lagabreytingar 5. Ákvörðun félagsgjalda 6. Kosning stjórnar 7.… Continue reading Aðalfundur Landvarðafélags Íslands 2015

Umhverfisstofnun auglýsir eftir landvörðum fyrir sumarið 2015

Umhverfisstofnun auglýsir eftir landvörðum sumarið 2015 á eftirtalin svæði: Þjóðgarðinn Snæfellsjökul, verndarsvæði Mývatns og Laxár, Friðland að Fjallabaki, sunnanverða Vestfirði, Geysi og Gullfoss svo og Hornstrandir. Umsóknarfrestur er til og með 16. mars.  Sjá nánar á heimasíðu Umhverfisstofnunar

Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir eftir landvörðum fyrir sumarið 2015

Vatnajökulsþjóðgarður óskar eftir að ráða fólk í fjölbreytt sumarstörf. Um er að ræða landvörslu, upplýsingagjöf, afgreiðslu, umsjón tjaldsvæða, ræstingar, vaktstjórn í veitingasölu og almenn verkamannastörf. Umsóknarfrestur er til og með 9. mars n.k. Sjá nánar á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs   Skaftafell: Landvarsla og upplýsingagjöf, umsjón tjaldsvæðis, ræstingar, afgreiðsla í verslun og veitingasölu, vaktstjórar í veitingasölu. Lónsöræfi:… Continue reading Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir eftir landvörðum fyrir sumarið 2015

Umhverfisstofnun auglýsir eftir starfsmanni fyrir friðlandið á Hornströndum

Umhverfisstofnun leitar að starfsmanni til að hafa umsjón með friðlandinu á Hornströndum og öðrum friðlýstum svæðum á Norðvesturlandi. Leitað er að starfsmanni með afburðargóða samskiptahæfileika, góða þekkingu á náttúrufræði, líffræði eða umhverfisfræði auk reynslu, þekkingar og úthalds til óbyggðaferða. Verndargildi svæðisins er einstakt en eitt helsta hlutverk starfsmannsins er að varðveita náttúru svæðisins í samvinnu… Continue reading Umhverfisstofnun auglýsir eftir starfsmanni fyrir friðlandið á Hornströndum

Yfirlýsing Landvarðafélags Íslands vegna erindis Orkustofnunar til verkefnisstjórnar þriðja áfanga rammaáætlunar

Landvarðafélag Íslands gagnrýnir harðlega virkjanastefnu Orkustofnunar. Í erindi dagsettu 20. janúar 2015 leggur Orkustofnun til 50 virkjanahugmyndir til umfjöllunar verkefnisstjórnar í þriðja áfanga rammaáætlunar. Fjölmargir þeirra staða sem um ræðir eru á hálendi Íslands, margir innan friðlýstra náttúruverndarsvæða eða í jaðri þeirra og í námunda við vinsæla ferðamannastaði. Ennfremur eru sex virkjanahugmyndanna þegar í verndarflokki… Continue reading Yfirlýsing Landvarðafélags Íslands vegna erindis Orkustofnunar til verkefnisstjórnar þriðja áfanga rammaáætlunar

Landvarðanámskeið 2015

Landvarðanámskeið 2015 Umhverfisstofnun auglýsir námskeið í landvörslu. Þátttaka í námskeiðinu veitir landvarðaréttindi. Námskeiðsgjald er kr. 155.000. Námskeiðið hefst 12. febrúar og lýkur 8. mars. Kennt er um helgar og á kvöldin á virkum dögum. Hluti námskeiðsins verður kenndur í fjarkennslu. Námskeiðið er háð því að næg þátttaka fáist.

Opið bréf til Ragnheiðar Elínar Árnadóttur Iðnaðar-, viðskipta- og ferðamálaráðherra

Stjórn Landvarðfélags Íslands var að senda iðnaðar-, viðskipta- og ferðamálaráðherra eftirfarandi bréf:   Ragnheiður Elín ÁrnadóttirIðnaðar- , viðskipta- og ferðamálaráðherraAtvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðSkúlagata 4101 Reykjavík   Reykjavík 10. desember 2014     Opið bréf til Ragnheiðar Elínar Árnadóttur Iðnaðar-, viðskipta- og ferðamálaráðherra.  

Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir starf sérfræðings

Sérfræðingur og aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar á vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.   Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir starf sérfræðings með starfsstöð á Kirkjubæjarklaustri. Vatnajökulsþjóðgarður er rekinn af samnefndri ríkisstofnun og nær landsvæði hans yfir allan Vatnajökul og stór landsvæði utan hans, alls um 14.000 km2. Á vestursvæðinu, sem spannar um það bil fjórðung af heildarflatarmáli þjóðgarðsins, er að finna þekkta áfangastaði á… Continue reading Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir starf sérfræðings

Alþjóðadagur landvarða

Alþjóðadagur landvarða er haldinn núna í áttunda skiptið. Dagurinn er haldinn til að minnast þeirra mörgu landvarða sem hafa látist eða slasast við skyldustörf. Einnig er þessi dagur haldinn hátíðlegur til að fagna starfi landvarða um allan heim við að vernda náttúru- og menningalegu verðmæti heimsins. Í tilefni dagsins er dagskrá í þjóðgarðinum Snæfellsjökuls eftirfarandi:… Continue reading Alþjóðadagur landvarða

Viskubrunnur landvarða

-vettvangur samvinnu, miðlun fræðslu og reynslu –   Eftir 6 ára bið var loksins komið að þriðju Evrópuráðstefnu landvarða eða á góðri ensku 3rd European ranger training seminar sem þýðist ekki á réttan hátt hér í greininni. Köllum eftir góðri þýðingu! Fyrsta Evrópuráðstefnan var haldin í Rúmeníu 2007 og strax árið eftir í Ungverjalandi. En… Continue reading Viskubrunnur landvarða

Stjórnarfundur 24. apríl 2013

Stjórnarfundur 24. apríl 2013  Kl. 20.15 Mættir: Sævar Þór Halldórsson, Örn, Linda Björk Hallgrímsdóttir, forfolluðust á seinustu stundu Torfi og Kristín Þóra   Fyrsta mál á dagskrá var að finna ritara og gjaldkera. Örn valin ritari og ákveðið að hringja í Kristínu til þess að athuga hvort hún væri tilbúin til þess að vera gjaldkeri… Continue reading Stjórnarfundur 24. apríl 2013