Umhverfisstofnun auglýsir eftir starfsmanni fyrir friðlandið á Hornströndum

Umhverfisstofnun leitar að starfsmanni til að hafa umsjón með friðlandinu á Hornströndum og öðrum friðlýstum svæðum á Norðvesturlandi. Leitað er að starfsmanni með afburðargóða samskiptahæfileika, góða þekkingu á náttúrufræði, líffræði eða umhverfisfræði auk reynslu, þekkingar og úthalds til óbyggðaferða. Verndargildi svæðisins er einstakt en eitt helsta hlutverk starfsmannsins er að varðveita náttúru svæðisins í samvinnu við landeigendur, sveitarfélagið Ísafjarðabæ og hagsmunaaðila.

 

Sjá nánar á heimasíðu Umhverfisstofnunar