Landvarða – skiptiheimsóknir

Áformaðar eru skiptiheimsóknir milli Landvarðafélagsins í Rúmeníu og Landvarðafélags Íslands á þessu ári. Sex fulltrúar frá Landvarðafélaginu í Rúmeníu munu koma til Íslands í byrjun júní og sex fulltrúar frá Landvarðafélagi Íslands gefst kostur á að heimsækja Rúmeníu um miðjan september 2015. Miðað er við að báðar heimsóknirnar taki sex daga hvor.

ÍslendingarRúmenar

Félagar sem hafa áhuga á að fara til Rúmeníu sem fulltrúar Landvarðafélagsins þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Þátttakendur þurfa að vera búnir að vera félagsmenn í Landvarðafélaginu í tvö ár.
  • Skuldlausir við félagið.
  • Hafa unnið sem landverðir (að minnsta kosti eitt sumar).  

Jafnframt þurfa þeir að koma á einhvern hátt að Íslandsdvöl Rúmenana og deila reynslu sinni með félagsmönnum eftir heimkomu.

 

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt þ.e. að vera með í að taka á móti rúmönsku landvörðunum og fara með til Rúmeníu, er bent á að hafa sambandi við Þórunni, thorunns@simnet.is sími 8941421 fyrir 25. mars.

 

Alþjóðanefnd