Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir eftir landvörðum fyrir sumarið 2015

Vatnajökulsþjóðgarður óskar eftir að ráða fólk í fjölbreytt sumarstörf. Um er að ræða landvörslu, upplýsingagjöf, afgreiðslu, umsjón tjaldsvæða, ræstingar, vaktstjórn í veitingasölu og almenn verkamannastörf.

Umsóknarfrestur er til og með 9. mars n.k.

Sjá nánar á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs

 

  • Skaftafell: Landvarsla og upplýsingagjöf, umsjón tjaldsvæðis, ræstingar, afgreiðsla í verslun og veitingasölu, vaktstjórar í veitingasölu.
  • Lónsöræfi: Landvörður.
  • Höfn í Hornafirði: Landverðir og starfsfólk í upplýsingagjöf og afgreiðslu.
  • Jökulsárgljúfur: Landverðir, starfsfólk í upplýsingagjöf og afgreiðslu, í ræstingar og í almenn störf.
  • Askja og Ódáðahraun: Landverðir.
  • Snæfellsstofa á Skriðuklaustri: Landverðir, starfsfólk í upplýsingagjöf, afgreiðslu og ræstingar.
  • Snæfell, Kverkfjöll og Hvannalindir: Landverðir.
  • Kirkjubæjarklaustur: Landvörður og starfsfólk í upplýsingagjöf.
  • Hólaskjól, Nýidalur og Lakagígar: Landverðir.

Ofangreind störf eru flest á tímabilinu frá byrjun júní til loka ágúst. Nokkur störf eru þó til lengri (maí – september) eða skemmri (júlí – ágúst) tíma. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Starfsgreinasambands Íslands. Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um.

Umsækjendur um landvarðastörf skulu hafa lokið landvarðanámskeiði, eða búa yfir sértækri reynslu sem nýtist í starfi. Ítarlegri upplýsingar um störfin, hæfniskröfur og aðbúnað starfsmanna má finna í valstikum hér til vinstri og hjá þjóðgarðsvörðum á viðkomandi svæðum.

Umsókn skal skilað á sérstöku umsóknareyðublaði sem finna má hér. [Microsoft Word document 43 kb]

Umsóknarfrestur er til og með 9. mars n.k. og skulu umsóknir sendar á netfangið: umsoknir@vjp.is eða í pósti merktum: Vatnajökulsþjóðgarður, Klapparstíg 25-27, 101 Reykjavík.