Stjórnarfundur 24. apríl 2013

Stjórnarfundur 24. apríl 2013  
Kl. 20.15

Mættir: Sævar Þór Halldórsson, Örn, Linda Björk Hallgrímsdóttir, forfolluðust á seinustu stundu Torfi og Kristín Þóra

 

Fyrsta mál á dagskrá var að finna ritara og gjaldkera. Örn valin ritari og ákveðið að hringja í Kristínu til þess að athuga hvort hún væri tilbúin til þess að vera gjaldkeri (sem hún gerði).

Torfi búin að senda ályktunina (sem var samþykkt á aðalfundi) á Fréttablaðið en engin viðbrögð komin við því. Ákveðið var að senda á fleiri fjölmiðla og jafnvel á litlu bæjarblöðin.

Upplýsingamiðlun– ákveðið að skoða þyrfti betur miðlun upplýsinga, fara betur yfir hverju þarf að breyta á heimasíðunni og uppfæra.

Þarf að finna trúnaðarmenn fyrir sumarið, einn sem er hjá umhverfisstofnun og svo ákveðið að finna tvo trúnaðarmenn fyrir Vatnajökulsþjóðgarð, einn sem sinnti norður- og austursvæði og annan sem sinnti suður og vestursvæði.

Landvörður í einn dag, farið að vinna í því að finna hóp sem getur undirbúið verkefnið sem yrði síðan á alþjóðlega landvarðadaginn 31. Júlí.  Verkefnið yrði síðan kynnt þjóðgarðsvörðum og starfsmönnum á friðlýstum svæðum. Jafnvel að hafa „Landvörður í einn dag“ í Reykjavík líka.

Önnur mál:  Rætt um að tala við Þjóðgarðinn á Þingvöllum, Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarð til þess að hafa sameiginlegt lokahóf í lok sumars í stað þess að hver og ein stofnun sé með sér, þannig geti landverðir kynnst og fræðst um önnur svæði. Örn og Sævar fara í þetta mál.

Dagbók, sú hugmynd kom upp á aðalfundi að vekja aftur til lífsins dagbók sem send yrði milli svæða yfir sumarið, Sævar fer í það að koma henni af stað.
Skemmtiferð í maí, ákveðið að stefna að skemmtiferð í maí í Hellisheiðavirkjun. Skemmtinefnd sér um það.

Ákveðið að hafa næsta fund fyrir 17. Maí   fundi slitið kl. 22.00