Styrkir vegna Tanzaníufarar

Nú styttist óðum í Alþjóðaráðstefnu landvarða í Tanzaníu en hún fer fram 4. – 9. nóvember nk. Skráningarfrestur á ráðstefnuna var framlengdur en hægt er að finna allar upplýsingar um ráðstefnuna og skráningu á hana hér á vefsíðu ráðstefnunnar. Umhverfisráðuneytið veitti Landvarðafélaginu styrk til að senda fulltrúa á ráðstefnuna og Landvarðafélagið mun einnig styrkja ráðstefnufara.… Continue reading Styrkir vegna Tanzaníufarar

Viðburðir á Alþjóðadegi landvarða

Alþjóðadagur landvarða er 31. júlí ár hvert en fyrsti alþjóðadagur landvarða var haldinn 31. júlí 2007 á 15 ára afmæli Alþjóðasamtaka landvarða IRF (International Ranger Federation). Dagurinn er haldinn til að minnast þeirra mörgu landvarða sem hafa látist eða slasast við skyldustörf. Einnig er þessi dagur haldinn hátíðlegur til að fagna starfi landvarða um allan… Continue reading Viðburðir á Alþjóðadegi landvarða

Aðalfundur Landverndar í Nauthóli 12. maí kl. 10-13

Frétt frá Landvernd:Aðalfundur Landverndar árið 2012 verður haldinn í Nauthóli við Nauthólsvík laugardaginn 12. maí og hefst kl. 10, en húsið verður opnað 9:45. Dagskrá fundarins fer hér á eftir og lagabreytingatillögur stjórnar félagsins sem hún leggur fram á fundinum má nálgast hér. Núgildandi lög félagsins má finna hér á vefsíðu samtakanna. Sérstök athygli er vakin… Continue reading Aðalfundur Landverndar í Nauthóli 12. maí kl. 10-13

Náttúruverndarþing laugardaginn 28. apríl í Háskólanum í Reykjavík

Náttúruverndarhreyfingin á Íslandi efnir til náttúruverndarþings 2012 í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 28. apríl kl. 10-16:30. Fjallað verður um stöðu rammaáætlunar, ferðaþjónustu, lýðræði, friðlönd og skipulag og starf náttúruverndarfélaga. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Þeir sem ætla að borða hádegismat á þinginu (1.990 kr.) eru beðnir um að skrá sig fyrir 25. apríl á… Continue reading Náttúruverndarþing laugardaginn 28. apríl í Háskólanum í Reykjavík

Aðalfundur Landvarðafélags Íslands 2012

Aðalfundur Landvarðafélags Íslands 2012 verður haldinn á Litlubrekku (veislusalur Lækjarbrekku), Bankastræti 2, Reykjavík, þriðjudaginn 10. apríl  kl: 19.00.                                    DAGSKRÁ Venjuleg  aðalfundarstörf samkv. lögum félagsins 1.    Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra2.    Skýrsla stjórnar og umræður um hana3.    Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og umræður um þá4.    Lagabreytingar5.    Ákvörðun félagsgjalda6.    Kosning stjórnar7.    Kosning í nefndir og kosning… Continue reading Aðalfundur Landvarðafélags Íslands 2012

Landvarðaferð um Reykjanes með Óskari Sævarssyni

Fræðslu- og skemmtinefnd Landvarðafélagsins blæs til ferða um Reykjanesið laugardaginn 17. mars með Óskari Sævarssyni, reyndum leiðsögumanni og landverði, sem þekkir svæðið mjög vel. Hugmyndir eru uppi um að gera Reykjanesið að jarðvangi (geopark) og verður fróðlegt að skoða svæðið útfrá þeim hugmyndum. Lagt verður upp frá húsnæði Umhverfisstofnnar á Suðurlandsbraut 24 og er mæting… Continue reading Landvarðaferð um Reykjanes með Óskari Sævarssyni

Samkomulag milli Lbhí og Umhverfisstofnunar um landvarðaréttindi

Af vef Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri: Þann 7. febrúar undirrituðu Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar og Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, samstarfssamning um fræðslu og menntun á sviði náttúru- og umhverfisverndar. Markmið samstarfsins er að efla menntun landvarða enda er menntun landvarða hluti af námsbraut Landbúnaðarháskóla Íslands í Náttúru- og umhverfisfræðum með áherslu á þjóðgarða… Continue reading Samkomulag milli Lbhí og Umhverfisstofnunar um landvarðaréttindi

Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir landvörslustörf 2012

Af vef Vatnajökulsþjóðgarðs: Vatnajökulsþjóðgarður óskar eftir að ráða fólk í fjölbreytt sumarstörf, þ.á.m. landvörslu. Störfin eru flest á tímabilinu frá byrjun júní til loka ágúst. Nokkur störf eru þó til lengri (maí – september) eða skemmri (júlí – ágúst) tíma. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Starfsgreinasambands Íslands. Bæði konur og karlar eru hvött… Continue reading Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir landvörslustörf 2012

Umhverfisstofnun auglýsir landvörslustörf 2012

Af vef Umhverfisstofnunar: Umhverfisstofnun auglýsir eftir landvörðum sumarið 2012 á eftirtalin svæði: Þjóðgarðinn Snæfellsjökul, verndarsvæði við Mývatn og Laxá, Suðurland, Vesturland, sunnanverða Vestfirði og Miðhálendi. Störf landvarða felast m.a. í að fylgjast með að hvorki séu brotin ákvæði friðlýsingar svæðis né lög um náttúruvernd. Landverðir hafa eftirlit með umgengni á svæðunum, umsjón með vöktun umhverfisþátta,… Continue reading Umhverfisstofnun auglýsir landvörslustörf 2012

Landvarðanámskeið 2012

Af vef Umhverfisstofnunar: Landvarðarnámskeið Umhverfisstofnunar verður á vormánuðum 2012. Jón Björnsson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun sem hefur umsjón með Hornstrandafriðlandinu sér um námskeiðið, undirbúning o.fl. ásamt kennurum sem koma að helstu þættir námskeiðum. Námskeiðið spannar rúmlega 100 kennslustundir sem raðast niður á 4 vikur. Það hefst 16. febrúar og lýkur 11. mars. Nemendur sem lokið hafa… Continue reading Landvarðanámskeið 2012

Alþjóðaráðstefna landvarða í Tansaníu 2012

Alþjóðaráðstefna landvarða verður haldin í Tansaníu 4.-9. nóvember 2012. Tansanía er ríki í Austur-Afríku, um 1.000 km2 að stærð og íbúar um 44 milljónir. Í Tansaníu er að finna gríðarlega fjölskrúðuga náttúru og dýralíf og eru um 40% landsins þjóðgarðar og friðlönd, meðal þeirra hinn þekkti Serengeti þjóðgarður. Hæsta fjall Afríku, Kilimanjaro er einnig í… Continue reading Alþjóðaráðstefna landvarða í Tansaníu 2012