Landvarðaferð um Reykjanes með Óskari Sævarssyni

landvardaferd

landvardaferdFræðslu- og skemmtinefnd Landvarðafélagsins blæs til ferða um Reykjanesið laugardaginn 17. mars með Óskari Sævarssyni, reyndum leiðsögumanni og landverði, sem þekkir svæðið mjög vel. Hugmyndir eru uppi um að gera Reykjanesið að jarðvangi (geopark) og verður fróðlegt að skoða svæðið útfrá þeim hugmyndum.

Lagt verður upp frá húsnæði Umhverfisstofnnar á Suðurlandsbraut 24 og er mæting í rútu þar kl. 09:00. Stefnt er að því að ferðinni ljúki kl. 17. Mælt er með því að fólk taki með sér nesti en stefnt er á að stoppa í Grindavík um hádegisbil þar sem hægt verður að kaupa sér eitthvað að borða.

Kostnaður er 3.000 kr. á mann.

Tekið er við skráningum hjá Erni Þór í síma 899 0551 eða tölvupósti ornthor65@gmail.com

Frestur til þess að tilkynna þátttöku er til 12. mars.