Samkomulag milli Lbhí og Umhverfisstofnunar um landvarðaréttindi

LbhI Logo

LbhI LogoAf vef Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri:

Þann 7. febrúar undirrituðu Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar og Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, samstarfssamning um fræðslu og menntun á sviði náttúru- og umhverfisverndar. Markmið samstarfsins er að efla menntun landvarða enda er menntun landvarða hluti af námsbraut Landbúnaðarháskóla Íslands í Náttúru- og umhverfisfræðum með áherslu á þjóðgarða og

verndarsvæði. Stofnanirnar munu vinna saman að þróun menntunar, endurmenntunar og þekkingar landvarða.
Nemendur sem ljúka námi af umræddri braut og aðrir sem ljúka námi af öðrum áherslum í Náttúru- og Umhverfisfræðum, taki þeir í námi við skólann tilteknar valgreinar, hafa rétt til að kalla sig landverði sbr. 1 gr. reglugerðar nr. 61/1990 og til að taka að sér störf sem slíkir á náttúruverndarsvæðum, segir í samstarfssamningum.

Sjá fréttina á vef Lbhí hér