Umhverfisstofnun auglýsir landvörslustörf 2012

Af vef Umhverfisstofnunar:

Umhverfisstofnun logo textalaustUmhverfisstofnun auglýsir eftir landvörðum sumarið 2012 á eftirtalin svæði: Þjóðgarðinn Snæfellsjökul, verndarsvæði við Mývatn og Laxá, Suðurland, Vesturland, sunnanverða Vestfirði og Miðhálendi.

Störf landvarða felast m.a. í að fylgjast með að hvorki séu brotin ákvæði friðlýsingar svæðis né lög um náttúruvernd. Landverðir hafa eftirlit með umgengni á svæðunum, umsjón með vöktun umhverfisþátta, móttöku gesta, veita upplýsingar og fræða gesti, halda við merktum gönguleiðum, sjá um gönguferðir og fræðslustundir. Þá þurfa þeir að vera viðbúnir ef slys ber að höndum og er gerð krafa um að þeir sem ráðnir verða til starfa sæki skyndihjálparnámskeið eða hafi gild skyndihjálparréttindi. Boðið verður upp á skyndihjálparnámskeið fyrir landverði í vor.

Sjá nánar á vef Umhverfisstofnunar