Styrkir vegna Tanzaníufarar

7th wrc logo 1

7th wrc logo 1Nú styttist óðum í Alþjóðaráðstefnu landvarða í Tanzaníu en hún fer fram 4. – 9. nóvember nk. Skráningarfrestur á ráðstefnuna var framlengdur en hægt er að finna allar upplýsingar um ráðstefnuna og skráningu á hana hér á vefsíðu ráðstefnunnar.

Umhverfisráðuneytið veitti Landvarðafélaginu styrk til að senda fulltrúa á ráðstefnuna og Landvarðafélagið mun einnig styrkja ráðstefnufara. Umsóknarfrestur um styrki er til og með 10. desember 2012 og verða styrkir greiddir út fyrir áramót. Umsóknir skal senda í tölvupósti á netfangið landverdir@landverdir.is en styrkveiting er bundin því að ráðstefnufari skili inn grein um förina til birtingar á landvarðavefnum ásamt því að segja frá ráðstefnunni á næsta aðalfundi félagsins.