Af vef umhverfisstofnunar: Laust starf á deild náttúruverndar Hjá Umhverfisstofnun er laust til umsóknar starf sérfræðings á deild náttúruverndar. Í boði er starf hjá stofnun þar sem lögð er áhersla á sterka liðsheild, metnað og fagmennsku í starfi. Helstu verkefni sérfræðingsins verða vinna við fræðslu á friðlýstum svæðum, friðlýsingar og afgreiðslu stjórnsýsluerinda á sviði náttúruverndar… Continue reading Umhverfisstofnun auglýsir starf á deild náttúruverndar
Category: Fréttnæmt frá 2010
Nýr vefur kominn í loftið!
Nýr vefur hefur verið í smíðum undanfarna mánuði og er nú kominn í loftið. Vefumsjónarkerfið sem hélt utan um gamla vefinn var orðið úrelt svo að ýmislegt var hætt að virka. Ákveðið var að setja nýjan vef upp í vefumsjónarkerfinu Joomla og fór vefstjórinn Guðrún Lára Pálmadóttir á námskeið í uppsetningu vefja í því kerfi… Continue reading Nýr vefur kominn í loftið!
Fræðsluerindi HÍN um lundastofninn í Vestmannaeyjum
Vakin er athygli á fræðsluerindi á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags. „Fortíð, nútíð og framtíð lundastofns Vestmannaeyja.“ Dr. Erpur Snær Hansen, líffræðingur við Náttúrustofu Suðurlands, heldur erindi á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags. Erindið verður flutt mánudaginn 26. apríl kl. 17:15 í stofu 132 í Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands. Aðgangur er öllum heimill og ókeypis.
Aðalfundur Landvarðafélags Íslands
Verður haldinn að Lækjarbrekku, Bankastræti 2, Reykjavík mánudaginn 12. apríl 2010 kl. 19:00 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkv. lögum félagsins 1. Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra2. Skýrsla stjórnar3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram4. Lagabreytingar5. Ákvörðun félagsgjalda6. Kosningar stjórnar7. Kosning í nefndir og kosning endurskoðenda8. Önnur mál
2010 ár líffræðilegrar fjölbreytni
Samningur Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni hefur útnefnt árið 2010 sem ár líffræðilegrar fjölbreytni. Ætlunin er að vekja athygli á málefnum líffræðilegrar fjölbreytni og þeim afleiðingum sem rýrnun hennar getur haft í för með sér. Leitast verður við að fá sem flesta til að taka þátt í að viðhalda líffræðilegri fjölbreytni.
Nýr vefur í smíðum
Nýr vefur er nú í smíðum fyrir Landvarðafélagið. Gamli vefurinn hefur undanfarna mánuði verið að missa ýmsa virkni og er ástæðan sú að vefumsjónarkerfið sem heldur utan um hann er ekki lengur þjónustað og uppfært og er því orðið úrelt. Verið er að vinna í að færa vefinn í nýtt vefumsjónarkerfi og hressa upp á… Continue reading Nýr vefur í smíðum
Landvarðanámskeið 2010
Þátttakendur og leiðbeinendur á landvarðanámskeiði 2006 Umhverfisstofnun auglýsir námskeið í landvörslu. Þátttaka í námskeiðinu veitir landvarðaréttindi. Námskeiðið er 110 tímar og gjald kr. 120.000. Námskeiðið hefst 18. febrúar og lýkur 21. mars n.k. Kennt er um helgar, milli 10 og 18, og á kvöldin á virkum dögum, milli 17 og 22. Einnig er fimm daga… Continue reading Landvarðanámskeið 2010