Tilkynning frá Skemmti- og fræðslunefnd varðandi vorferð Landvarða: Af óviðráðanlegum orsökum verður vorferð Landvarða ekki farin í ár vegna lélegrar þátttöku, en sem sárabót verður sögð hér stutt saga sem meðal annars skeði á svæðinu sem átti að fara á og vonandi verður hún bæði fræðandi og skemmtileg fyrir Landverði. Sagan gerðist 1930 þegar Þórður… Continue reading Vorferð felld niður
Author: admP2vG5v
Ályktanir aðalfundar Landvarðafélags Íslands 10. apríl 2002
Aðalfundur Landvarðafélags Íslands haldinn 10. apríl s.l. lýsir áhyggjum sínum vegna fyrirhugaðra breytinga á rekstrarformi Náttúruverndar ríkisins, sbr. frumvarp til laga um Umhverfisstofnun (þskj. 1170 — 711. mál.). Sú hætta er fyrir hendi að breytt skipan mála leiði til samdráttar er kunni að koma illa niður á landvörslu. Ef til fyrirhugaðra breytinga kemur förum við… Continue reading Ályktanir aðalfundar Landvarðafélags Íslands 10. apríl 2002
Hörð viðbrögð við fyrirhuguðum niðurskurði
Stjórn Landvarðafélagsins brást hart við óvæntum áformum um verulega fækkun á störfum landvarða á vegum Náttúruverndar ríkisins sumarið 2002. Í bréfi til umhverfisráðherra færði stjórnin rök fyrir því, að í stað samdráttar væri víða þörf fyrir aukna landvörslu og lengri vörslutímabil. Óskað var eftir úrræðum af hálfu ráðherra til að koma í veg fyrir fyrirhugaðan… Continue reading Hörð viðbrögð við fyrirhuguðum niðurskurði
Áformum Landsvirkjunar mótmælt
Stjórn Landvarðafélagsins sendi þann 9. mars sl. bréf til Friðriks Sófussonar, forstjóra Landsvirkjunar. Þar er gerð athugasemd við slit Landsvirkjunar á samstarfi við Náttúruvernd ríkisins um landvörslu á Snæfellsöræfum og við Kárahnjúka. Bent er á mikilvægi þess að á svæðinu starfi reyndir landverðir og áhersla lögð á nauðsyn áframhaldandi samstarfs Landsvirkjunar og Náttúruverndar. Óskað er… Continue reading Áformum Landsvirkjunar mótmælt
Alþjóðleg ráðstefna
Alþjóðasamtök landvarða, International Ranger Federation (IRF), halda fjórðu heimsráðstefnu sína í Viktoríu-ríki í Ástralíu, dagana 21. – 28. mars 2003. Nánar um heimsráðstefnur IRF…
Mín skoðun
MÍN SKOÐUN Upphaflega birt í fréttabréfinu Ýli í janúar 2002. Mér dettur stundum í hug hvort við ættum ekki að hætta við umhverfismatið, leggja niður Náttúruverndina og loka Umhverfisráðuneytinu. Stundum, reyndar býsna oft. Mér dettur þetta einkum í hug þegar ég sé hvað nálgun ríkisvaldsins í umhverfismálum er oft ofboðslega laus við að vera fagleg.… Continue reading Mín skoðun
Námskeið í landvörslu
Í haust mun Náttúruvernd ríkisins standa fyrir námskeiði í landvörslu og náttúruvernd, en það er haldið annað hvert ár. Stofnunin mun auglýsa námskeiðið í haust í Morgunblaðinu og biðjum við áhugasama um að fylgjast vel með. Efnisþættir síðasta námskeiðs voru eftirfarandi: Ísland-náttúrufar, Náttúruvernd, Landvarsla-ferðamennska, Umhverfisfræðsla-umhverfistúlkun.
Þjórsárver
Stjórn Landvarðafélagsins vill hvetja alla til þess að skoða heimsíðu áhugahóps um verndun Þjórsárvera, www.thjorsarverfridland.is.
Afmæli Landvarðafélagsins
Á þessu ári heldur Landvarðafélagið upp á 25 ára afmæli sitt. Efnir félagið til afmælishátíðar 6. október næstkomandi. Þema afmælisins mun verða landvarsla í þéttbýli og samskipti félagsins við Skoska landvarðafélagið. Í því tilefni bjóða landverðir almenningi í gönguferð með landverði þann 6. október. Um kvöldið verður haldin afmælisveisla á Álftanesi og eru allir landverðir… Continue reading Afmæli Landvarðafélagsins
Sönn saga úr Mývatnssveit
Einn góðan veðurdag sumarið 2000 mættu tveir landverðir til vinnu að morgni dags eins og venjulega. Þegar þeir mættu í gestastofuna um morguninn fengu þeir upphringingu og þeim sagt að húsbíll væri staddur nálægt Grímsstöðum í Mývatnssveit. Landverðirnir flýttu sér af stað til þess að tilkynna fólkinu að í Mývatnssveit væri óheimilt að gista í… Continue reading Sönn saga úr Mývatnssveit
Að leyfa eða ekki leyfa – það er höfuðverkurinn
Það er aldrei auðvelt að taka ákvarðanir þegar landverðir verða varir við framferði sem þeim þykir óeðlilegt. Afstaða þeirra er byggð á þekkingu og reynslu og þeir gera sér oftast betur grein fyrir afleiðingum hegðunarinnar, til lengri tíma litið, en sá sem sýnir hana af sér. Landverðinum blöskrar oft alveg hugsunarleysi þeirra sem brjóta af… Continue reading Að leyfa eða ekki leyfa – það er höfuðverkurinn
Kárahnjúkavirkjun
Stjórn Landvarðafélagsins sendi inn athugasemdir til Skipulagsstjóra ríkisins vegna skýrslu Landsvirkjunar um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar. Athugasemdirnar bárust Skipulagsstjóra 15. júní 2001. Sjá yfirlýsingu á PDF-formi.
Hugvekja – það er vor
Upphaflega birt í fréttabréfinu Ýli í maí 2001. Landverðir halda til starfa sinna, sumir á slóðum sem þeir óskuðu sjálfir, aðrir þar sem starfstími og aðstæður henta. Öll væntum við þess að sumarið verði gjöfult á ánægjuleg samskipti náttúru og manna. Sumir kunna að þrá ys og þys, en sennilega vilja fleiri hóflegan fjölda ferðamanna… Continue reading Hugvekja – það er vor
Kísilgúrnám úr Mývatni
Stjórn Landvarðafélagsins sendi frá sér yfirlýsingu haustið 2000 vegna staðfestingar Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra á niðurstöðu Skipulagsstjóra ríkisins um að leyfa áframhaldandi kísilgúrnám úr Mývatni. Sjá yfirlýsingu á PDF-formi.
Eyjabakkar
Landverðir tók þátt í undirskriftasöfnun til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum við Eyjabakka. Þar skrifuðu 100 landverðir undir yfirlýsingu þar sem farið var fram á að framkvæmdirnar færu í lögformlegt umhverfismat. Undirskriftasöfnunin átti sér stað á vormánuðum 2000. Landverðir lögðu einnig Umhverfisvinum lið í baráttu þeirra fyrir því að framkvæmdir við Eyjabakka færu í lögformlegt umhverfismat.