Námskeið í landvörslu

Í haust mun Náttúruvernd ríkisins standa fyrir námskeiði í landvörslu og náttúruvernd, en það er haldið annað hvert ár. Stofnunin mun auglýsa námskeiðið í haust í Morgunblaðinu og biðjum við áhugasama um að fylgjast vel með. Efnisþættir síðasta námskeiðs voru eftirfarandi: Ísland-náttúrufar, Náttúruvernd, Landvarsla-ferðamennska, Umhverfisfræðsla-umhverfistúlkun.

Þjórsárver

Stjórn Landvarðafélagsins vill hvetja alla til þess að skoða heimsíðu áhugahóps um verndun Þjórsárvera, www.thjorsarverfridland.is.

Afmæli Landvarðafélagsins

Á þessu ári heldur Landvarðafélagið upp á 25 ára afmæli sitt. Efnir félagið til afmælishátíðar 6. október næstkomandi. Þema afmælisins mun verða landvarsla í þéttbýli og samskipti félagsins við Skoska landvarðafélagið. Í því tilefni bjóða landverðir almenningi í gönguferð með landverði þann 6. október. Um kvöldið verður haldin afmælisveisla á Álftanesi og eru allir landverðir… Continue reading Afmæli Landvarðafélagsins

Kárahnjúkavirkjun

Stjórn Landvarðafélagsins sendi inn athugasemdir til Skipulagsstjóra ríkisins vegna skýrslu Landsvirkjunar um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar. Athugasemdirnar bárust Skipulagsstjóra 15. júní 2001. Sjá yfirlýsingu á PDF-formi.