Námskeið í landvörslu

Í haust mun Náttúruvernd ríkisins standa fyrir námskeiði í landvörslu og náttúruvernd, en það er haldið annað hvert ár. Stofnunin mun auglýsa námskeiðið í haust í Morgunblaðinu og biðjum við áhugasama um að fylgjast vel með. Efnisþættir síðasta námskeiðs voru eftirfarandi: Ísland-náttúrufar, Náttúruvernd, Landvarsla-ferðamennska, Umhverfisfræðsla-umhverfistúlkun.