Afmæli Landvarðafélagsins

Á þessu ári heldur Landvarðafélagið upp á 25 ára afmæli sitt. Efnir félagið til afmælishátíðar 6. október næstkomandi. Þema afmælisins mun verða landvarsla í þéttbýli og samskipti félagsins við Skoska landvarðafélagið. Í því tilefni bjóða landverðir almenningi í gönguferð með landverði þann 6. október. Um kvöldið verður haldin afmælisveisla á Álftanesi og eru allir landverðir boðnir velkomnir. Staður og stund verður auglýst nánar síðar. Nokkrir skoskir landverðir munu koma til landsins í tilefni afmælisins. Til stendur að halda námskeið með skosku landvörðunum um landvörslu í borg og þéttbýli, en þeir búa yfir mikilli reynslu af landvörslustörfum í borgum og bæjum.