Spurningar til stjórnmálaflokka

Svör frá Alþýðufylkingunni

Hvernig ætlar flokkurinn að vernda landið?
 
Alþýðufylkingin sér kröfu auðvaldsins um meiri og meiri gróða sem mestu ógnina við náttúruna og umhverfið (og velferð fólks og dýra). Við teljum að ef vilji og hagsmunir alþýðunnar í landinu fá að vera í fyrirrúmi, en auðvaldið verður afgangsstærð, verði auðveldara að halda umhverfisspjöllum í skefjum, enda eigi sérhagsmunir þá síður upp á pallborðið.
 
· Hver er sýn flokksin á starfi og hlutverki landvarða?
 
Landverðir eru fremsta víglínan í vernd landsins. Starf þeirra og hlutverk er ómissandi ef fólk vill á annað borð ekki að landið drullist og drabbist niður. Þess vegna þarf stétt landvarða að vera vel skipuð.
 
· Hver er stefna flokksins varðandi landvörslu?
 
Það þarf að byggja hana meira upp, bæði stéttina sjálfa og innviðina sem undirbyggja starfið, svo sem vegi, sæluhús, sorphirðumál og salernismál á ferðamannastöðum o.s.frv.
 
· Grunnlaun landvarða eru undir þrjú hundruð þúsund á mánuði, teljið þið að landvarðaréttindin séu metin til launa?
 
Þrjúhundruðþúsund krónur á mánuði eru lægstu mörk þess sem við álítum eðlilegar tekjur. Enginn sem hefur fagmenntað sig í starfi sínu ætti að vera á svo lágum launum.