Spurningar til stjórnmálaflokka

Svör frá Framsóknarflokknum

Hvernig ætlar flokkurinn að vernda landið?

Við Framsóknarmenn viljum skynsamlega og sjálfbæra nýtingu á gæðum jarðar sem bitni ekki hagsmuni komandi kynslóða. Náttúruvernd er ein tegund landnýtingar m.a. vegna ófyrirséðra tækifæra í framtíðinni. Verndargildi á hverjum stað þarf að meta á faglegan hátt, með víðtæku samstarfi þar sem stefnan er sett fram í náttúruverndaráætlun og með lögum um náttúruvernd. Stefnumörkun taki einnig tillit til búsetu- og menningarminja. Við framkvæmdir eða uppbyggingu á svæðum með hátt verndargildi skiptir miklu að greina á milli þess sem er óafturkræft og þess sem fjarlægja má síðar án umhverfisumerkja.

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur sett fram framkvæmdaáætlun um uppbyggingu innviða. Slík áætlun er nauðsynleg til verndar náttúrunni og til að dreifa álagi vegna ferðamanna.

Miklu skiptir að komið verði í veg fyrir átroðning á viðkvæmri náttúru landsins með bættu skipulagi í móttöku, aðgengi og álagsstýringu. Taka þarf á slíkri stýringu ferðamanna með hliðsjón af reglum almannaréttar. Á ferðamannastöðum þarf að leggja áherslu á stjórnunar- og verndaráætlanir sem fjallar meðal annars um landvörslu, vöktun, uppbyggingu og fræðslu. Jákvæð ímynd land og þjóðar, byggist að stórum hluta á upplifun sem tengist hreinleika og sérkennum þess.

Hver er sýn flokksin á starfi og hlutverki landvarða?

Eitt mikilvægasta hlutverk landvarða er að fræða almenning um mikilvægi og gildi náttúrunnar. Auk öryggismála og umgengni við náttúrunnar. Þetta hlutverk er sérlega mikilvægt í ljósi þess hve mikill fjöldi af erlendum ferðamönnum ferðast um Ísland á ári hverju. Þá er stór partur af hlutverki landvarða einnig að gæta þess að ákvæði friðlýsingar- og náttúruverndarlaga séu virt.

Hver er stefna flokksins varðandi landvörslu?

Fjölga þarf landvörðum um allt land. Ljóst er að uppsöfnuð þörf fyrir bætta aðstöðu á fjölsóttum stöðum og aukna landvörslu er mikil. Halda þarf áfram á sömu braut með verkefnaáætlunum til þriggja ára í senn, eins og kveðið er á um í lögum um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.

Fyrir stuttu óskaði umhverfis- og auðlindaráðuneytið, í samvinnu við forsætisráðuneytið, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið og samband íslenskra sveitarfélaga, eftir umsögnum um drög að áætlun um uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum, um land allt, til verndar náttúru og menningarminjum. Í áætluninni er sett fram forgangsröðun verkefna sem lagt er til að ráðist verði í á árinu 2017.

Stærri verkefnin eru m.a. þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi, gestastofa á Kirkjubæjarklaustri og frekari uppbygging á Hakinu á Þingvöllum. Smærri og millistór verkefni, svo sem göngupallar, bílastæði og bætt salernisaðstaða, dreifast um allt land og í samræmi við álag á fjölsótta staði.

Grunnlaun landvarða eru undir þrjú hundruð þúsund á mánuði, teljið þið að

landvarðaréttindin séu metin til launa?

Nei. Bæta þarf laun landvarða í samræmi við það starf sem þeir vinna og mikilvægi þess fyrir land og þjóð. Eins horfa til mikilvægs starfsreynslu og endurmenntun við launagreiðslur.