Í tilefni 40 ára afmæli Landvarðafélags Íslands

Í tilefni af 40 ára afmæli Landvarðafélags Íslands birtist eftirfarandi grein í Morgunblaðinu 10. nóvember síðastliðinn.   Landvarðafélag Íslands 40 ára Ein af fyrstu íslensku heimildunum þar sem orðið „landvörður“ kemur fyrir er í tímaritinu Fróða frá árinu 1882, þar sem sagt er að landvörður eigi að koma í stað hinna fornu landvætta.

Landvarðafélag Íslands 40 ára

Þann 9. nóvember 1976 mættu 16 manns á stofnfund hagsmunafélags Félag gæslumanna, Ferðafélags Íslands og Náttúruverndarsinna. Stofnfélagarnir voru áhugasamir einstaklingar um útivist og náttúru sem starfað höfðu við skálavörslu og landgæslu á friðuðum svæðum. Fjórum árum síðar var einróma samþykkt á aðalfundi að breyta nafni félagsins í Landvarðafélag Íslands.   Í tilefni 40 ára afmælis… Continue reading Landvarðafélag Íslands 40 ára

Spurningar til stjórnmálaflokka

Stjórn Landvarðafélags Íslands sendi á dögunum eftirfarandi spurningar til stjórnmálaflokkana sem eru að bjóða sig fram í Alþingiskosningum 2016 sem fara fram 29. október næstkomandi.   Vegna komandi alþingiskosninga óskar stjórn Landvarðafélags Íslands að framboðið ykkar svari eftirfarandi spurningum:      Hvernig ætlar flokkurinn að vernda landið?     Hver er sýn flokksin á starfi og hlutverki landvarða?    … Continue reading Spurningar til stjórnmálaflokka

Umhverfisstofnun leitar að sérfræðingi

Umhverfisstofnun leitar að starfsmanni sem hefur áhuga á verndun náttúru með þjónustu við ferðamenn að leiðarljósi. Megin verkefni sérfræðingsins munu snúa að daglegri umsjón og rekstri friðlýstra svæða á sunnanverðum Vestfjörðum og eyjum í Breiðafirði auk umsjón með landvörslu á sömu svæðum. Þá ber hann ábyrgð á gerð stjórnunar- og verndaráætlana á framangreindum svæðum, eftirfylgni… Continue reading Umhverfisstofnun leitar að sérfræðingi

Landverðir

Landverðir vinna í þjóðgörðum og á öðrum náttúruverndarsvæðum. Fjölbreytileikinn er það sem einkennir starf landvarða og er fræðsla til gesta einn af mikilvægum þáttum í starfi landvarða ásamt eftirliti með umgengni og umferð fólks þar sem gætt er þess að náttúruverndarlögum sé fylgt. Viðhald og merking göngustíga eru einnig á könnu landvarða og spilar öryggisþátturinn… Continue reading Landverðir

Warriors & Wildlife

Daniel Sambu Maasai Warrior og landvörður frá Chyulu Hills í Kenýa ásamt fyrrum landverði frá Ástralíu og núverandi formanni alþjóðlega landvarðafélagsins (IRF) og stofnandi The Thin Green Line Foundation, Sean Willmore verða á Íslandi núna í byrjun júní. Landvarðafélag Íslands í samvinnu við Gaia nemendafélag mastersnema í Umhverfis- og auðlindafræði stendur fyrir opnum fundi með… Continue reading Warriors & Wildlife

Aðbúnaður landvarða

Landvarðafélagið stóð fyrir könnun meðal landvarða til að kanna afstöðu þeirra til húsnæðismála og aðbúnaðar þeirra í starfi. Könnunin fór fram í nóvember og desember 2015. Alls tóku 48 þátt í könnuninni úr 170 manna úrtaki. Þáttakan var því um 28% Af þeim 48 sem svöruðu höfðu 35 unnið sem landvörður sumarið áður, eða tæp… Continue reading Aðbúnaður landvarða

Afmælisráðstefna Landvarðafélags Íslands

  Í tilefni af 40 ára afmæli Landvarðafélags Íslands heldur félagið ráðstefnu 4.maí næstkomandi og er aðgangur ókeypis og öllum opin. Í hádegishléi býðst ráðstefnugestum að kaupa mat og er verðið 2000 kr fyrir félagsmenn en 2500 kr fyrir aðra gesti. Ráðstefnustjóri: Hrafnhildur Ævarsdóttir, landvörður   Húsið opnar og skráning 9:00 Dagskrá hefst kl. 9.30

Viljayfirlýsing um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands

Viljayfirlýsing um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands   Samtökin sem standa að þessari yfirlýsingu vilja ná sem víðtækastri samstöðu um verndun miðhálendis Íslands með stofnun þjóðgarðs í eigu íslensku þjóðarinnar allrar. Við teljum að hálendisþjóðgarður yrði stærsta framlag okkar tíma til náttúruverndar á Íslandi. Hann myndi styrkja ímynd Íslands sem lands náttúruverndar og yrði til… Continue reading Viljayfirlýsing um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands

Aðalfundur Landvarðafélags Íslands 2016

Aðalfundur Landvarðafélags Íslands 2016 verður haldinn á Café Meskí, Fákafeni 8 108 Reykjavík, fimmtudaginn 31. mars kl: 19:00. Dagskrá Venjuleg aðalfundarstörf samkv. lögum félagsins 1. Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra 2. Skýrsla stjórnar og umræður um hana 3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og umræður um þá 4. Lagabreytingar 5. Ákvörðun félagsgjalda 6. Kosning stjórnar 7.… Continue reading Aðalfundur Landvarðafélags Íslands 2016

Ályktun frá Landvarðafélagi Íslands vegna fyrirhugaðra breytinga á starfsreglum verkefnisstjórnar rammaáætlunar

Landvarðafélag Íslands tekur heilshugar undir áskorun Landverndar til Sigrúnar Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, um að staðfesta ekki fyrirhugaðar breytingar á starfsreglum verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Samkvæmt breytingar tillögu umhverfisráðuneytisins verður verkefnisstjórn rammaáætlunar skylt að endurmeta hverja þá virkjanahugmynd í verndarflokki sem orkufyrirtæki leggja fram að nýju með jafnvel lítilsháttar breytingum, en hingað til hefur verkefnisstjórnin metið faglega… Continue reading Ályktun frá Landvarðafélagi Íslands vegna fyrirhugaðra breytinga á starfsreglum verkefnisstjórnar rammaáætlunar