Stjórnarfundur 16. mars 2004 (11. fundur)

Fundarstaður: Lynghagi 4, Reykjavík. Mætt: Elísabet, Kristín og Sveinn. Dagskrá fundarins og umræður: LandvarðaþingLokaundirbúningur Landvarðaþingsins 19. og 20. mars. Síðustu lausu hnútarnir hnýttir. Um 25 manns hafa tilkynnt þátttöku. Lögð á ráðin með veitingar og innkaup skipulögð. Aðalfundur 2004Hugað að dagskrá aðalfundar og hann undirbúinn. Veitingastaðurinn Galileo varð fyrir valinu sem fundarstaður. Skýrsla stjórnar undirbúin, sem… Continue reading Stjórnarfundur 16. mars 2004 (11. fundur)

Stjórnarfundur 2. mars 2004 (10. fundur)

Fundarstaður: Suðurbraut 16, Hafnarfirði. Mætt: Kristín og Sveinn. Elísabet boðaði forföll. Dagskrá fundarins og umræður: Undirbúningur aðalfundarÝmis framkvæmdaratriði rædd og undibúin. Þ.á.m. dreifing fundarboðs og gildandi laga félagsins. Ákveðið að stinga upp á hinum gamalreynda Friðrik D. Arnarsyni sem fundarstjóra. Dagskrá aðalfundar rædd og spáð í hverjir ganga úr stjórn og nefndum og hverjir gætu komið… Continue reading Stjórnarfundur 2. mars 2004 (10. fundur)

Stjórnarfundur 3. feb. 2004 (9. fundur)

Fundarstaður: Lynghagi 4, Reykjavík. Mætt: Davíð, Elísabet, Kristín og Sveinn Dagskrá fundarins og umræður: Fyrirhuguð námsstefna/landvarðaþingFrekari umræður um námsstefnuna/þingið. Tilraunir til að fá fyrirlesara ræddar og spekúlerað í valkostum. Ýmislegt enn óljóst í þeim efnum. Næstu skref ákveðin. Hugað að ýmsum framkvæmdaratriðum. Þrír stjórnarmenn fóru á fund Árna Bragasonar, forstöðumanns náttúruverndarsviðs UST, 23. janúar. Hann lýsti… Continue reading Stjórnarfundur 3. feb. 2004 (9. fundur)

Stjórnarfundur 14. jan. 2004 (8. fundur)

Fundarstaður: Bólstaðarhlíð 23, Reykjavík. Mætt: Elísabet Kristjánsdóttir, Kristín Guðnadóttir, Sólveig María Kjartansdóttir og Sveinn Klausen.  Bergþóra Kristjánsdóttir hugðist mæta en var veðurteppt norðan heiða. Dagskrá fundarins og umræður: „Viðburður á vorjafndægri“Drög að dagskrá námsstefnu í tengslum við styrk Umhverfisráðuneytis sett saman. Hugmyndum um fræðara/fyrirlesara velt upp. Ýmis framkvæmdaratriði rædd. Næstu skref undirbúnings ákveðin og verkum skipt… Continue reading Stjórnarfundur 14. jan. 2004 (8. fundur)

Jólafundur stjórnar 2. desember 2003 (7. fundur)

Fundarstaður: Stigahlíð 10, Reykjavík. Mættir: Elísabet Kristjánsdóttir, Kristín Guðnadóttir, Sólveig María Kjartansdóttir, Steinunn Hannesdóttir og Sveinn Klausen.  Áki Jónsson trúnaðarmaður var gestur fundarins. Dagskrá fundarins og umræður: JólaglöggHanna Kata og Guðrún buðust til að halda jólaglöggið og allir stjórnarmenn hæstánægðir með það. Þær búa að Tómasarhaga 40. Rætt var hvort heppilegt væri að hafa myndakvöld á… Continue reading Jólafundur stjórnar 2. desember 2003 (7. fundur)

Stjórnarfundur 4. nóvember 2003 (6. fundur)

Fundarstaður: Lynghagi 4, Reykjavík. Mættir: Elísabet Kristjánsdóttir, Kristín Guðnadóttir og Sveinn Klausen. Dagskrá fundarins og umræður: Félagsdeyfð, hvað er til ráða? Hvers vegna taka félagsmenn ekki þátt í viðburðum félagsins sbr. haustferðina, sem fella þurfti niður? Umræðan hófst á haustferðinni, hvað veldur lélegri þátttöku? Með hvaða hætti er hægt að efla áhugann á viðburðum félagsins almennt?… Continue reading Stjórnarfundur 4. nóvember 2003 (6. fundur)

Stjórnarfundur 7. október 2003 (5. fundur)

Fundarstaður: Bólstaðarhlíð 23, Reykjavík. Mættir: Elísabet Kristjánsdóttir, Kristín Guðnadóttir, Sólveig M. Kjartansdóttir, Steinunn Hannesdóttir og Sveinn Klausen. Eftirfarandi málefni voru rædd á fundinum: Öryggismál: Áhugi er innan Umhverfisstofnunar að þau mál séu í lagi. Félagið ætlar að sjá til að málinu verði haldið vakandi innan UST til að til að úrbætur verði gerðar fyrir næsta sumar.… Continue reading Stjórnarfundur 7. október 2003 (5. fundur)

Stjórnarfundur 2. september 2003 (4. fundur)

Fundarstaður: Suðurbraut 16, Hafnarfirði. Á fundinn mættu: Kristín Guðnadóttir, Sveinn Klausen og Davíð Diego. Á fundinum voru afgreidd eftirfarandi mál: Samþykkt var að senda út greiðsluáskorun til þeirra sem ekki greiddu félagsgjöld fyrir síðasta ár, án dráttarvaxta. 22 skráðir félagar skulda enn félagsgjöld frá árinu 2002. Jafnframt var samþykkt að ákveða fljótt dagsetningar fyrir uppákomur sem… Continue reading Stjórnarfundur 2. september 2003 (4. fundur)

Stjórnarfundur 1. júní 2003 (3. fundur)

Haldinn að Suðurbraut 16, Hafnarfirði, sunnudaginn 1. júní 2003 kl. 19:00. Mættir voru: Formaður vor Kristín, Sveinn, Davíð og Elísabet. Umræðuefni fundarins voru eftirfarandi: Dagskrá framhaldsaðalfundar Örstutt ræddum við það sem brýnt væri að ræða sem „Önnur mál“ á framhaldsaðalfundinum og njörfuðum niður dagskrá sem fundarstjóri gæti farið eftir. Fyrirkomulag stjórnarfundaStjórnin komst að samkomulagi um… Continue reading Stjórnarfundur 1. júní 2003 (3. fundur)

Stjórnarfundur 26. maí 2003 (2. fundur)

Haldinn að Lynghaga 4, mánudaginn 26. maí 2003 kl. 20:00. Mættir voru: Formaður vor Kristín, Sveinn og Elísabet. Umræðuefni fundarins voru eftirfarandi: Ýlir, næsta fréttabréf landvarða (maí-júní)Tillögur að efni í næsta fréttabréfi komu frá Sveini, sem einnig er starfandi í ritnefnd ásamt Arnheiði. Meðal efnis sem til greina kemur: Ávarp eða hugvekja ritnefndar sem Arnheiður… Continue reading Stjórnarfundur 26. maí 2003 (2. fundur)

Stjórnarfundur 22. maí 2003 (1. fundur)

Haldinn að Suðurbraut 16, Hafnarfirði, fimmtudaginn 22. maí 2003 kl. 20:00. Mættir voru: Kristín Guðnadóttir formaður og Sveinn Klausen. Fámennið helgaðist m.a. af því að tveir stjórnarmenn voru staddir erlendis. Aðrir gátu ekki mætt af ýmsum orsökum, en Kristín var í símasambandi við þau Sólveigu Kjartansdóttur og Davíð Diego. Umræðuefni fundarins voru eftirfarandi: Fundahöld með… Continue reading Stjórnarfundur 22. maí 2003 (1. fundur)