Stjórnarfundur 14. jan. 2004 (8. fundur)

Fundarstaður: Bólstaðarhlíð 23, Reykjavík. 
Mætt: Elísabet Kristjánsdóttir, Kristín Guðnadóttir, Sólveig María Kjartansdóttir og Sveinn Klausen.  Bergþóra Kristjánsdóttir hugðist mæta en var veðurteppt norðan heiða.

Dagskrá fundarins og umræður:

  1. „Viðburður á vorjafndægri“
    Drög að dagskrá námsstefnu í tengslum við styrk Umhverfisráðuneytis sett saman. Hugmyndum um fræðara/fyrirlesara velt upp. Ýmis framkvæmdaratriði rædd. Næstu skref undirbúnings ákveðin og verkum skipt milli stjórnarmanna. Ákveðið að óska eftir samráðsfundi með forráðamönnum UST 23. jan. Hugað að kynningu atburðarins meðal félagsmanna, annarra samtaka og í fjölmiðlum.
  2. Aðalfundur
    Ákveðið að stefna að aðalfundi félagsins fimmtudaginn 25. mars.
  3. Myndasýningarkvöld
    Ákveðið í samráði við skemmtinefnd að boða til langþráðrar myndasýningar eitt fimmtudagskvöldið í febrúar. Skemmtinefnd mun óska eftir því við Hrafnhildi H. og Hönnu Kötu Þ. að þær sýni myndir frá ferðum sínum til Svalbarða og Skotlands. Einnig er ætlunin að sýna myndband frá síðustu öld þar sem fjallað er um störf landvarða. Reyna að fá stofu í HÍ undir samkomuna.
  4. Félagsgjöld
    Fjárhagsstaðan rædd. Ákveðið að fela gjaldkera að senda greiðsluáskorun til þeirra félagsmanna sem enn skulda félagsgjöld 2003.
  5. Önnur mál
    • Styrktaraðild. Athuga þarf fyrir aðalfund hvort ástæða sé til að breyta lögum LÍ, til að gera samtökum, fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum kleift að gerast styrktarfélagar Landvarðafélagsins. Hugmynd þessa efnis var nýlega komið á framfæri við stjórn.
    • Haustferð. Hugað að fleiri viðburðum á vegum félagsins. M.a. varpað fram hugmynd að stuttri haustferð (hluta úr degi). Boltinn hjá skemmtinefnd.
    • Öryggismál. Rætt um að nýta fyrirhugaðan fund með UST til að minna á að aðgerða er þörf í öryggismálum landvarða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22:30.
Ritari: Sveinn