Stjórnarfundur 7. október 2003 (5. fundur)

Fundarstaður: Bólstaðarhlíð 23, Reykjavík. 
Mættir: Elísabet Kristjánsdóttir, Kristín Guðnadóttir, Sólveig M. Kjartansdóttir, Steinunn Hannesdóttir og Sveinn Klausen.

Eftirfarandi málefni voru rædd á fundinum:

  1. Öryggismál: Áhugi er innan Umhverfisstofnunar að þau mál séu í lagi. Félagið ætlar að sjá til að málinu verði haldið vakandi innan UST til að til að úrbætur verði gerðar fyrir næsta sumar.
  2. Fánamálið er í höndum lögfræðinga stéttarfélagsins. Félagið bíður eftir að niðurstaða fáist til að geta tekið afstöðu til málsins.
  3. Styrkur sem fenginn var til að kynna störf landvarða og bæta ímynd þeirra – Hvað á að gera við hann? Hugmynd um að gera kvikmynd um landverði var hafnað. Ýmislegt annað var rætt eins og að útbúa nælur og birta efni frá landvörðum í fjölmiðlunum.
  4. Skemmtinefnd
    · Myndakvöld
    · Haustferð 25/10 – ath. með auglýsingu
  5. Stjórnin setji sér markmið til að vinna eftir: Með því að birta fundarefni o.fl. á heimasíðu félagsins hefur stjórnin verið að gera sig sýnilegri en áður var. Ein tillaga er því að markmið félagsins verði að gera sig sýnilegra. Engin niðurstaða fékkst og verður málið rætt frekar.

Fundi slitið kl. 22:30.
Ritari: Sólveig