Stjórnarfundur 2. mars 2004 (10. fundur)

Fundarstaður: Suðurbraut 16, Hafnarfirði. 
Mætt: Kristín og Sveinn. Elísabet boðaði forföll.

Dagskrá fundarins og umræður:

  1. Undirbúningur aðalfundar
    Ýmis framkvæmdaratriði rædd og undibúin. Þ.á.m. dreifing fundarboðs og gildandi laga félagsins. Ákveðið að stinga upp á hinum gamalreynda Friðrik D. Arnarsyni sem fundarstjóra. Dagskrá aðalfundar rædd og spáð í hverjir ganga úr stjórn og nefndum og hverjir gætu komið í þeirra stað. Einnig hugað að fundarstað, sem ekki verður heimahús að þessu sinni. Ákveðið að biðja Elísabetu K. að kanna tiltekna möguleika.
  2. Landvarðaþing – námsstefna
    Ákveðið að senda tilkynningu/auglýsingu til félagsmanna með fundarboði aðalfundar og í fréttabréfi sem er í undirbúningi.
    Ákveðið að hætta við að bjóða fulltrúum annarra félaga og starfstétta á þingið, til að einfalda framkvæmd. Fyrirkomulag skráningar ákveðið, frestur t.o.m. 15. mars. Ákveðið að krefja utanfélagsmenn og þá sem skulda félagsgjöld um 2000 kr. aðgangseyri.
    Dagskrá þingsins stillt upp í stórum dráttum og hugað að veitingum. Ákveðið að reyna að fá aðra stjórnarmenn til að sjá um þá hlið.
    Enn óljóst hverjir sjá um sjálfsvarnarnámskeið á þinginu, en Bergþóra K. veit um júdómenn sem hugsanlega geta tekið dæmið að sér.
    Ákveðið að bjóða starfsmönnum náttúruverndarsviðs UST að sitja þingið.
    Ákveðið að kanna möguleika á PARTÝi laugardagskvöldið 20. mars, vegna tilmæla frá Hildi Þórsdóttur, sem hringdi á meðan fundurinn stóð yfir.

Ákveðið að boða til sérstaks stjórnarfundar 16. mars til frekari undibúnings námsstefnu og aðalfundar.

Fleira ekki gert og fundi slitið um kl. 22:00.
Ritari: Sveinn