Heimasíðan nú vistuð hjá Hringiðunni ehf.

Vistun lénsins og heimasíðunnar landverdir.is hefur nú verið færð yfir til Hringiðunnar Internetþjónustu. Vefurinn hefur hingað til verið hýstur á vefþjóni Náttúruverndar ríkisins og þakkar Landvarðafélagið hér með starfsmönnum stofnunarinnar kærlega fyrir velvild og gott samstarf. Jafnframt væntir félagið góðs af samvinnu við Hringiðuna. Ástæða er til að hvetja félagsmenn til að kynna sér þjónustu fyrirtækisins, t.d.  hvað varðar ADSL-lausnir.