Í gær rann út tími til að skila inn athugasemdum fyrir drög að reglugerð um landverði í samráðsgátt. Alls bárust fjórar athugasemdir og má skoða þær HÉR. Athugasemdir Landvarðafélagsins má einnig lesa hérna fyrir neðan en stjórn vann skjalið í samtali við landverði og deildi einnig skjalinu inn á lokaða síðu félagsmanna áður en því… Continue reading Athugasemd Landvarðafélags Íslands við drögum að reglugerð um landverði
Author: Stefanía Ragnarsdóttir
Andrés Arnalds skrifar um umhverfisáhrif ferðaþjónustunnar
Andrés Arnalds skrifar um ástand lands og mögulegar úrbætur. Fróðleg og áhugaverð samantekt sem sýnir okkur enn og aftur hversu brýnt það er að leggja vinnu í innviði landsins. Hér skiptir þekkingu, aðhald og framtíðarsýn miklu máli. Landverðir þekkja eflaust alltof vel þessi vandamál sem dregin eru upp í hugleiðingunni. Hugleiðingin var sett inn á… Continue reading Andrés Arnalds skrifar um umhverfisáhrif ferðaþjónustunnar
Haustferð Landvarðafélagsins 22-23 sept. 2018
22-23. september var árleg haustferð félagsins skipulögð af skemmtinefnd. Ferðinni var heitið í Landmannalaugar þar sem veðrið lék við okkur og landverðir Umhverfisstofnunar tóku á móti okkur og leiddu fræðslugöngu um svæðið. Lagt var af stað frá Umhverfisstofnun á laugardagsmorgni og ekið í átt til Landmannalauga en Katrín Pálma – og Þorgerðardóttir stjórnarmeðlimur sem er… Continue reading Haustferð Landvarðafélagsins 22-23 sept. 2018
Laus störf: Sérfræðingur um friðlandið Surtsey
Dagur íslenskrar náttúru
Frá 2010 hefur 16. september verið tileinkaður íslenskri náttúru en dagurinn er afmælisdagur Ómars Ragnarssonar frétta- og þáttagerðarmanns sem hefur kynnt náttúruna á sinn einstaka hátt fyrir landi og þjóð. Landvarðafélagið hvetur alla til allskonar útivistar í dag til að heimsækja náttúruna og óska henni til hamingju með daginn. Hér á Íslandi erum við enn… Continue reading Dagur íslenskrar náttúru
Sumarfréttablað Landvarðafélagsins 2018
Er ekki enn sumar annars? Ýtið á tengilinn hér fyrir neðan til að kíkja á fréttablaðið okkar: Sumarfréttablað 2018 LVF
Tilkynning til Landvarða frá Starfsgreinasambandinu
Tilkynning til Landvarða frá Starfsgreinasambandinu: Kæru landverðir, Við ákváðum að fara í gang með eitt prófmál vegna fjarvistaruppbótar 2011-2013. Því lyktaði þannig að Vatnajökulsþjóðgarður féllst á að greiða þeim tiltekna landverði fjarvistaruppbót vegna eldri ára en 2013, nánar tiltekið 2011 og 2012. Greiðslan er þó án viðurkenningar á fordæmisgildi í öðrum málum. Okkur er því… Continue reading Tilkynning til Landvarða frá Starfsgreinasambandinu
Drög að frumvarpi um nýja stofnun verndarsvæða til umsagnar til 5. sept
Af heimasíðu ráðuneytisins: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um frumvarp um nýja stofnun sem ætlað er að hafa með höndum umsýslu allra þjóðgarða á Íslandi og annarra friðlýstra svæða auk almennrar náttúruverndar. Samhliða er kallað eftir tillögum um nafn á hina nýju stofnun. Þrír þjóðgarðar eru á landinu, þjóðgarðurinn á Þingvöllum, Vatnajökulsþjóðgarður og þjóðgarðurinn… Continue reading Drög að frumvarpi um nýja stofnun verndarsvæða til umsagnar til 5. sept
Dagskrá á alþjóðadegi landvarða 31. júlí
Landverðir fagna alþjóðadegi landvarða ár hvert 31. júlí. Þessi dagur er haldinn hátíðlegur til að fagna störfum landvarða um allan heim sem leggja sig alla fram við að vernda náttúru- og menningarleg verðmæti heimsins. Einnig til að minnast þeirra mörgu landvarða sem hafa látist eða slasast við skyldustörf. En árið 2017 létust 128 Landverðir við… Continue reading Dagskrá á alþjóðadegi landvarða 31. júlí
Smávirkjun í Drekagili
Landvarðafélag Íslands sendi frá sér athugasemdir vegna smávirkjunar í Drekagili. Svar skútustaðahrepps má lesa hér.
Ný stjórn 2018-19
Aðalfundur félagsins fór fram þann 9.april á Restaurant Reykjavík. Almenn aðalfundarstörf fóru fram ásamt umræðum frá fundargestum og kosning í stjórn. Á fundinum voru tveir nýir aðilar kosnir í stjórn þau Katrín Pálmadóttir Þorgerðardóttir og Jakob Axel Axelsson. Áfram sitja þau Þórey Anna Matthíasdóttir, Sævar Þór Halldórsson og Stefanía Ragnarsdóttir sem var kosin formaður til… Continue reading Ný stjórn 2018-19