Ný stjórn 2018-19

Aðalfundur félagsins fór fram þann 9.april á Restaurant Reykjavík. Almenn aðalfundarstörf fóru fram ásamt umræðum frá fundargestum og kosning í stjórn.

Á fundinum voru tveir nýir aðilar kosnir í stjórn þau Katrín Pálmadóttir Þorgerðardóttir og Jakob Axel Axelsson. Áfram sitja þau Þórey Anna Matthíasdóttir, Sævar Þór Halldórsson og Stefanía Ragnarsdóttir sem var kosin formaður til eins árs. Ný stjórn átti sinn fyrsta fund 24. apríl síðastliðin og mun koma saman aftur í maí en ekki er fundað yfir sumartímann vegna anna hjá landvörðum.

Nánar um núverandi stjórn hér

Ný stjórn vill þakka Lindu Björk Hallgrímsdóttur fráfarandi formanni og Evu Dögg Einarsdóttur gjaldkera fyrir óeigingjarnt og mikið starf fyrir félagið undanfarin ár. Linda hefur starfað í stjórn félagsins síðan 2010 og verið formaður þess frá 2013-2018 en Linda starfar núna sem sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun í þjóðgarðinum á Snæfellsnesi og situr í alþjóðanefnd. Eva Dögg kom inn í stjórn árið 2013 en hún starfar sem landvörður á Þingvöllum og er þessa stundina í fæðingarorlofi.

Stjórn landvarðafélagsins vill þakka öllum sem lögðu leið sína á aðalfundinn og hlakkar til starfsársins!